Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 12
vinnsla Kröfluvirkjunar verður sam-
bærileg, þegar virkjunin er komin í full
afköst. Árið 1979 notaði Hitaveitan um
45X106 m3 af vatni með varmainni-
haldi nálægt 1.6X 10lfiJoule. Miðað við
varmainnihald bergs niður á 3 km dýpi
svarar þessi ársnotkun til varmainni-
halds bergsins undir um 1,3 hektara
lands. Líkur benda til þess að það
vatnskerfi, sem Hitaveitan fær vatn sitt
úr, nái yfir tugi ef ekki hundruð ferkíló-
metra, og sést af því, að ekki er hætta á,
að Hitaveitan verði uppiskroppa með
varmaforða sinn á næstunni. Engu að
síður er nauðsynlegt að fylgjast vel með
hitastigi þess vatns, sem Hitaveitan
vinnur, því að alltaf getur komið fyrir
skammhlaup kalds yfirborðsvatns inn í
jarðhitakerfið á einstökum borsvæðum,
og þar með timabundnar truflanir á
rekstri.
J ARÐHIT ARANNSÓKNIR
í landi þar sem rannsóknaverkefni
eru mörg og margvísleg, en rannsóknafé
af skornum skammti, skiptir miklu máli,
að verkefnin séu þannig valin að af-
rakstur þeirra verði sem mestur fyrir
þjóðarbúið. Þetta viðhorf á við innan
þess rannsóknasviðs, sem að jarðhitan-
um snýr. Þar er úr mörgu að velja og
ekki unnt að sinna öllu á sama tíma.
Rannsóknir á jarðhitasvæðunum sjálf-
um, vinnslueiginleikum þeirra og hag-
kvæmum vinnsluaðferöum eru for-
senda skynsamlegrar nýtingar. Þessar
rannsóknir verða Islendingar að annast
sjálfir, og þær hafa fyrst og fremst þýð-
ingu fyrir þróun jarðhitanýtingar inn-
anlands. Á hinn bóginn eru sumar
rannsóknir, tengdar nýtingu jarðhitans,
alþjóðlegar í þeim skilningi að árangur-
inn kemur að gagni við þróun jarðhita-
mála í mörgum löndum. Sem dæmi má
nefna framfarir í tækjabúnaði við bor-
anir og vélbúnaði virkjana. Til slíkra
rannsókna eru skilyrði oft á tíðum mun
betri annars staðar en hér, og þar ber
okkur fyrst og fremst að fylgjast sem best
með því sem verið er að gera annars
staðar og færa okkur það í nyt eftir því
sem við á á hverjum tíma.
Vinnsla jarðvarmans krefst umfangs-
mikilla rannsókna, bæði forrannsókna
áður en vinnsla hefst og rannsókna
samhliða vinnslu. Sé um umtalsverða
vinnslu að ræða, verður hún að byggjast
á borunum. Boranir eru dýrar og
árangur þeirra jafnan óviss fyrirfram.
Einn megintilgangur rannsóknanna er
að minnka sem mest hina fjárhagslegu
áhættu, sem borunum fylgir. Að þessu
leyti eiga jarðhitarannsóknir margt
sameiginlegt með rannsóknum vegna
oliuleitar, þótt rannsóknaaðferðir séu
ekki ætíð hinar sömu.
I stórum dráttum má segja, að
meginmarkmið jarðhitarannsókna séu:
i) að hafa á hverjum tíma sem best yfir-
lit yfir jarðhitasvæði landsins, orkugetu
þeirra og skilyrði til nýtingar, ii) að
rannsaka einstök svæði ítarlega vegna
fyrirhugaðrar vinnslu með borunum,
iii) að finna lausnir á tæknilegum
vandamálum, sem tengd eru vinnslu og
nýtingu jarðvarma, t. d. á háhitasvæð-
unum, iv) að fylgjast með viðbrögðum
jarðhitasvæða, sem verið er að nýta,
gera líkön af þeim og spá fyrir um
hegðun þeirra og orkugetu til langs
tíma, v) að kanna hagkvæmni nýrra
leiða til vinnslu og nýtingar jarðhitans.
Á undanförnum árum hefur megin-
áhersla verið lögð á rannsókn lághita-
154