Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 15
Kristján Sæmundsson og
Ingvar Birgir Friðleifsson:
Jarðhiti og
jarðfræðirannsóknir
INNGANGUR
I náttúru íslands hafa eldfjöll og
hverir löngum vakið athygli umheims-
ins öðru fremur. Hverirnir voru álitnir
fylgifiskar eða eftirstöðvar eldgosa
(Guðm. G. Bárðarson 1927). Frum-
orsaka jarðhitans var leitað í tengslum
við bergkviku eða storknandi innskot i
iðrum jarðar. Flestir settu gufuhveri,
leirhveri og brennisteinshveri í beint
samband við slíkt (Þorv. Thoroddsen
1910; Þorkell Þorkelsson 1940; Barth
1950), en hikuðu við að skýra vatnshveri
og laugar á sama hátt nema þá þannig,
að varminn bærist frá heitum innskot-
um með leiðni í grunnvatnið (Þorkell
Þorkelsson 1940). Snemma kom sú
skoðun fram, að jarðhitavatnið væri að
uppruna regnvatn, sem hefði seytlað um
sprungur í bergstaflanum og hitnað af
snertingu við heitt berg djúpt i jörð
(Bunsen 1847). Trausti Einarsson
(1942) rakti ítarlega rökin fyrir því að
hveravatnið væri venjulegt grunnvatn
og aðeíhs angi af rás úrkomuvatnsins frá
hálendi til láglendis og sjávar. Á há-
lendissvæðum næði lítill hluti úrkom-
unnar að sitra djúpt niður í berggrunn-
inn og síðan undan þrýstingsmun í átt
til láglendis. Á leiðinni hitnaði það í
samræmi við ríkjandi berghita og leitaði
síðan til yfirborðs, þar sem upp-
streymisskilyrði væru hagstæð. Þannig
hlaut þessu að vera háttað um vatns-
hveri og iaugar t. d. á Vestur- og
Norðurlandi. En var hægt að komast
framhjá einhverjum beinum tengslum
við eldvirkni þar sem voru brennisteins-
og gufuhverir á eldfjallasvæðum?
Kringum 1950 var þessi spurning
ofarlega á baugi varðandi Hengils-
svæðið. I skýrslu um rannsóknir á jarð-
hita í Hengli og Hveragerði fjallaði
Gunnar Böðvarsson (1951) um upptök
jarðhitans þar. Hann gerði ráð fyrir
botnlausu kvikuinnskoti undir Hengils-
svæðinu, aflöngu NA-SV. Grunnvatn
gæti streymt um efri hluta og jaðra
innskotsins og tæki þaðan varma auk
þess sem það drykki í sig koldíoxíð og
aðrar kvikugastegundir. Uppstreymi í
grunnvatnshringrásinni taldi Gunnar
orsakast af mikilli staðbundinni hitun
og þenslu vatnsins (eðlisþyngd vatns
undir þrýstingi við 250°C er 0,8) fremur
en mishárri vatnsstöðu (Gunnar Böðv-
arsson 1950). Gunnar fór hér nærri því
sem nú er talið líklegast í þessum efnum
um háhitasvæðin almennt.
Eftir að plötukenningin hlaut al-
menna viðurkenningu, fóru menn
smám saman að líta á jarðhitann á Is-
landi sem einn þátt þess jafnvægis, sem
ríkir milli nýmyndunar skorpu í gliðn-
Náttúrufræðingurinn, 50 (3—4), 1980
157