Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 16
1. mynd. Einfölduð mynd af jarðhitakerf-
um. Háhitasvæði er staöbundinn uppstreym-
isstrókur í grunnvatnslaginu, sem verður til
yfir heitum innskotum. Lághitasvæði fær
vatn langt að, frá úrkomusvæði í hálendi þar
sem berggrunnur er sprunginn eða gropinn.
Vatnið leitar djúpt niður í berggrunninn,
hitnar í samræmi við ríkjandi hitaástand í
honum og leitar að siðustu fram til yfirborðs
á láglendi og í dalbotnum, venjulega 'um
sprungur og bergganga. Láréttur kvarði
myndar A er um 10—20 km, en myndar B
um 100 km. Lóðréttur kvarði beggja er hinn
sami, 2—5 km. Breytt eftir Gunnari Böðv-
arssyni (1963). — Simplified section of geo-
thermal systems. High lemperature systems (A) are
restricled convection systems within and around hot
intrusions which serve as local heat sources. Low
temperature systems (B) are formed of precipitation
that percolates deep into the bedrock in highland
areas and moves under hydrostatic pressure gradient
for tens of km before it appears on the surface along
dykes or faults on the lowlands. The heat source is
the regional heal flow. The horizonlal scale is
10—20 km in A but around 100 km in B. The
vertical scale is the same for both, 2—5 km.
Aíodified from Bödvarsson (1963).
unarbeltunum, reks og kólnunar út frá
þeim og síðan eyðingar skorpunnar af
völdum rofafla.
I gliðnunarbeltunum er grynnst á
bráðið berg, og ört varmaflæði til yfir-
borðs. Hraun renna þar á yfirborði, en
gangar og innskot verða til neðanjarðar.
I neðri hluta skorpunnar verður inn-
skotsbergið nánast einrátt. Staðbundin
jaröhitasvæði myndast í virku eld-
stöðvabeltunum jjar sem grynnst er á
mikið samsafn innskota. Þar komast á ör
hitaskipti milli bergs og grunnvatns,
sem hitnar, þenst og stígur upp. Há-
hitasvæðin eru uppstreymisstrókar í
grunnvatnslaginu yfir slikum stað-
bundnum varmagjöfum.
Samtímis því sem hraun bætast ofan
á bergstaflann í gliðnunarbeltunum
sígur undan upphleðslunni, og þau
berglög, sem eitt sinn lágu á yfirborði
kaffærast og lenda áður en varir niður í
hærra hitasviði. Afleiðingin verður um-
myndun og holufylling, sem veldur því
að vatnsgengd berglaganna snarminnk-
ar. Þegar berglögin hafa færst út á jaðra
gliðnunarbeltanna við hægt rek, er svo
komið, að þau eru nánast orðin þétt
nema efstu nokkur hundruð metrar
bergstaflans, sem aldrei náðu að grafast
djúpt. Einstaka berglög, misgengis-
sprungur og gangar, dýpra í berg-
grunninum haldast nokkuð lek og
gagna sem vatnsleiðarar á lághitasvæð-
unum, sem eru dreifð utan eldstöðva-
beltanna. Þar geta lekar bergsprungur
einnig myndast löngu eftir að upp-
hleðsla hætti, ef skorpan verður fyrir
nýrri áraun og brotnar upp.
Bergstaflinn kólnar hægt um leið og
hann rekur frá hitauppsprettunni í
gliðnunarbeltunum, rof tekur að grafa
hann sundur og til verða dalir, firðir og
158