Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 17
rofsléttur. Þannig skapast sá hæðar-
munur í landslagi, sem þarf til þess að
knýja rás vatnsins gegnum lághita-
kerfin.
Nokkur eðlismunur er þannig á
vatnshverum og laugum í hinum eldri
bergmyndunum landsins annars vegar
og leir- eða gufuhverum í virku eld-
stöðvabeltunum hins vegar, þótt í
báðum tilfellum sé um að ræða flutning
á innri varma jarðar til yfirborðs (1.
rnynd).
HLUTVERK JARÐFRÆÐINGA
I' JARÐHITARANNSÓKNUM
Ýmislegt í jarðfræðilegri byggingu
landsins ræður dreifingu jarðhita og
einkennum jarðhitasvæða. Aðalhlut-
verk jarðfræðinga í jarðhitarannsókn-
um er að gera kort yfir bergbygginguna
og jarðhitann, svo benda megi á likleg-
ustu rennslisleiðir heita vatnsins á
hinum ýmsu svæðum. Þekking á berg-
byggingu er nauðsynlegur grundvöllur
fyrir úrvinnslu úr ýmsum jarðeðlis-
fræðilegum mælingum, sem beitt er í
jarðhitaleit, og við rannsóknir í jarð-
vatnsfræði. Þýðingarntikið er að hafa
heildarsýn yfir vatnafar og grunnvatns-
streymi þess jarðhitakerfis, sem rann-
saka skal. Streyrnisskilyrði grunnvatns-
ins ráðast af gerð berglaga, samþjöppun
þeirra, ummyndun og holufyllingu,
striki berglaganna og halla og ekki síst af
berggöngum og sprungum. Slik rann-
sókn felur í sér yfirlitskortlagningu,
jarðfræðilega og að vissu marki vatna-
farslega, sem þarf að ná frá jarðhita-
svæðinu til líklegs úrkomusvæðis (bak-
vatnsgeymis), þar sem vatnið sitrar í
jörð. Á jarðhitasvæðinu sjálfu og þar í
grennd þarf að kanna útbreiðslu lauga
og hvera sem nákvæmast og athuga,
hvort einhverjar veilur séu þar nálægt í
berggrunninum, sem gætu ráðið að-
streymi og uppstreymi heita vatnsins.
Kanna þarf þykkt og útbreiðslu lausra
jarðlaga, sem áhrif gætu haft á, hvar
heita vatnið sprettur fram. Þegar breyt-
ingar verða á jarðhitasvæðum, t. d. í
jarðskjálftum, þarf að bregða við og
kanna, hvort tengsl skýrist, t. d. við
sprungur. I sambandi við boranir
kemur það í hlut jarðfræðinga að gera
snið af berglögunum, sem borað er í
gegnum. Enn má nefna, að hlutverk
jarðfræðingsins er að leita uppi og
rannsaka gömul útkulnuð ummerki
jarðhita i rofnuin bergstafla. Utfellingar
(zeólítar, kalsít, kvars, leirsteindir o. fl.) í
holum og sprungum sýna eftir hvaða
leiðum heita vatnið hefur runnið urn
berglögin, áður en rofið átti sér stað. Má
af slíku fræðast um hvers eðlis vatns-
leiðarar mundu vera í virkum jarðhita-
kerfum innan gosbeltanna og hið næsta
þeim, þar sem bergstaflinn er enn órof-
inn. Á háhitasvæðum, sem flest eru
innan unt virkar eldstöðvar, þarf auk
jarðfræðikortlagningar á hitasvæðinu
sjálfu að rannsaka sent nákvæmast eld-
gosasöguna og ummerki sprunguhreyf-
inga og fá á þann hátt sæmilega raun-
hæft mat á veigamiklum áhættuþáttum
í sambandi við nýtingu.
Starfssvið jarðfræðings í jarðhita-
rannsóknum á íslandi er margþætt eins
og sést af þessari upptalningu. Þær
rannsóknir eru ólíkar um sumt, eftir því
hvort fengist er við háhitasvæði í virku
gosbeltunun’i eða lághitasvæði utan
þeirra. Hvort kemur þó öðru til góða,
þekking á því hvernig skorpa myndast í
gosbeltunum, og það sem læra má um
uppbyggingu hennar með rannsókn
þverskurða í rofnum bergstafla.
159