Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 19
MEGINGERÐIR
JARÐHITASVÆÐA
Þegar farið var að rannsaka jarðhita
hér á landi, kom fljótt í ljós, að honum
mátti skipta í nokkra meginflokka eftir
útliti, staðháttum og uppleystum efnum
í vatninu. Meginskiptingin var í basíska
hveri (vatnshveri og laugar), súra hveri
(gufuhveri og leirliveri) og ölkeldur
(Bunsen 1847). Mikið átak var gert í
jarðhitarannsóknum um miðbik þess-
arar aldar, er nýting jarðhitans hófst i
auknum mæli. Upp úr þeim rannsókn-
um spratt ný skipting í tvo meginflokka,
háhiíasvæði og lághitasvœði (Gunnar
Böðvarsson 1960, 1961). Sú skipting
byggist á hitastigi í vatnskerfi jarð-
hitasvæðanna, sem unnt er að ákvarða
með mælingu í djúpum borholum, eða
út frá uppleystum efnum í heita vatn-
inu. Samkvæmt hinni nýju skilgrein-
ingu færðust sum basísku hverasvæðin í
flokk með háhitasvæðum ásamt leir- og
gufuhverum. Má |tar nefna sem dæmi
Geysissvæðið og Hveragerðissvæðið.
Megnið af basísku hverunum flokkaðist
hins vegar undir lághitasvæðin. Öl-
keldum var alveg sleppt í þessari skipt-
ingu, enda ekki sérstaklega bundnar við
jarðhita. Koldíoxíðið, sem er aðalein-
kenni þeirra, er gastegund, sem streymir
að visu djúpt úr jörðu, líklega frá kóln-
andi innskotum, og getur þá ef svo ber
undir borist i heitt grunnvatn ekki siður
en kalt. I ljósi nýjustu rannsókna mætti
hinsvegar tilgreina sem sérstakan flokk
heitt berg, þurrt eða illa vatnsleiðandi
og jafnvel bráðið berg, sem með aukinni
tækniþekkingu mætti hugsanlega vinna
varrna úr einhvern tima í framtíðinni.
Ef litið er á, hvernig jarðhitinn skiptir
sér jarðfræðilega samkvæmt ofan-
greindri flokkun (2. mynd) sést, að há-
hitasvæðin eru í virku gosbeltunum, en
lághitasvæðin utan þeirra.
VARMAFLUTNINGUR
TIL YFIRBORÐS
Varmaflœði og hitastigull
Undir úthafshryggjum vellur upp
heitt efni djúpt úr möttli jarðar, og
myndar jtunna basaltskorpu næst yfir-
borði. Skorpan flyst siðan með hringiðu
möttulsins til beggja hliða frá platna-
mótunum og kólnar smám saman.
Varmaflæði er örast á hryggjarásnum,
en fer minnkandi i báðar áttir frá hon-
um og helst lágt i hliðardjúpunum utan
við hryggina. ísland myndar um 500 km
breiða spildu á Mið-Atlantshafs-
hryggnum og er varmaflæði á henni
allri mun örara en meðalvarmaflæði
jarðar. Ört varmaflæði er önnur aðal-
orsök mikils jarðhita á íslandi, hin er
nægilega lekur bergstafli fyrir gegnum-
streymi vatns, og flutning varmans til
yfirborðs með vatnshringrás.
Hitastigulskort af Islandi
Smám saman hefur fengist nokkuð
góð heildarmynd af hitaástandi í efri
hluta jarðskorpunnar undir landinu. I
finnast hins vegar í eldri bergmyndunum landsins. Athygli vekur lítill jarðhiti austan við
gosbeltin. Byggt á gögnum jarðhitadeildar Orkustofnunar. — Dislribution of geothermal activity
(above 20°C) in Iceland. Towns and villages utilizing geothermal water for space healing or within reach
of hot springs are shown. The active zones of rifting and volcanism are shown. High lemperalure areas are
confined to the active zones, but low temperature areas are found in all parts of the country allhough more
scarcely easl of the active zones. Based on files of the Geothermal Division of Orkustofnun.
161
u