Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 21
en hækkar þó einnig í átt að því. Lítil
merki sjást hins vegar um hækkandi
hitastigul við jaðra austurgosbeltisins.
Líkleg skýring á þessu'er sú, að austur-
gosbeltið sé jarðfræðilega ungt. Stigull-
inn er hæstur i nánd við þau gosbelti
sem hafa lifað lengst, en lægri við jaðra
þeirra sem skemur hafa verið virk.
Sá hitastigull sem ríkir í bergstafla, á
meðan á upphleðslu stendur, er talinn
vera (utan háhitasvæðanna) um
70°C/km (Guðmundur Pálmason o. fl.
1979) . Stigullinn er þó í reynd oft hærri
utan gliðnunarbeltanna, einkum þar
sem ung berglög eru djúpt rofin, svo sem
á SV-landi. Á þessu er naumast önnur
skýring en sú, að þrátt fyrir að berg-
staflinn kólni smám saman um leið og
hann rekur burt frá hitauppsprettunni,
vinni roföflin þar á móti með því að
eyða ofan af honum og grafa í hann
djúpa dali. Hitastigullinn á 3. mynd er
ekki reiknaður frá upphaflegu yfirborði
bergstaflans, heldur núverandi yfirborði
landsins (víðast hvar nærri sjávarmáli)
]oar sem sumstaðar hafa rofist 1—2 km
ofan af. Þar sem nú er yfirborð myndi
skv. því hafa ríkt 75—150°C hiti þegar
upphleðslu lauk (sbr. 5. mynd).
Dreifing jarðhita og hitastigull
Ef litið er á dreifingu lauga og hvera
utan eldgosabeltanna (2. mynd) sést, að
stærstu hverasvæðin eru á landsvæðum
með háum hitastigli beggja megin við
gliðnunarbeltið sem liggur frá Reykja-
nesi norður i Langjökul. Það hefur veriö
virkt í likri mynd og nú síðustu 6—7
milljón árin (Haukur Jóhannesson
1980) og á þeim tíma hefur vaxið út frá
því til beggja hliða yfir 100 km breið
spilda, en innan hennar er allur hinn
mikli jarðhiti Árnessýslu, Kjósar-
sýslu og Borgarfjarðarsýslu. Þá eru þessi
jarðhitasvæði jafnframt virk sprungu-
svæði eins og siðar verður að vikið, og
kann það að ráða mestu um vatnsgengd
i þeim. Meðfram eystra gosbeltinu
verður litils jarðhita vart. Þar er hita-
stigull miklu lægri en meðfram því
vestra, ertda mun það hafa verið virkt
miklu skemur, og syðsti hluti þess hefur
ekki einkenni gliðnunarbelta.
Um austanverða Húnavatnssýslu er
hitastigull nokkru hærri en bæði vestan
og austan við. Jarðhiti er þar samt
óviða, en hitastig í hverum yfirleitt hátt.
Óvíst er hvað veldur þessum háa hita-
stigli, en benda má á, að þarna eru
jafnframt yngstu berglög á Miðnorður-
landi og ekki nema um og innan við 6
milljón ár síðan eldvirkni lagðist af.
Minnstur er jarðhiti á Austurlandi.
Þar er hitastigull svipaður og á Vest-
fjörðum, þó skiptir mjög í tvö horn um
útbreiðslu jarðhita í þessum landshlut-
um. Ræður þar eflaust mestu, að berg-
staflinn á Austfjörðum er þéttari og lítið
um lekar sprungur í honum, sem liggja
inn til meginhálendisins.
Athygli vekja svæði á Breiðafirði og á
Austurlandi þar sem hitastigull er hár
miðað við umhverfið. Fyrir austan kom
i ljós við djúpborun á Reyðarfirði
(IRDP 1979) að 40—50° heitt vatns-
kerfi er til staðar í berggrunninum.
Veldur það því, að hár hitastigull
mælist 1 grunnum borholum (um
80°C/km). Meðalstigull í djúpu hol-
unni (1919 m) er hins vegar sá sami og
fundist hefur utan fráviksins (nálægt
50°C/km). Sama gæti orsökin verið á
Breiðafirði nema hvað hátt hitastig í
hverum á því svæði bendir til, að heitari
vatnskerfi orsaki háan hitastigul í
grunnum holum.
163