Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 22
Gildi hitastigulsborana
í jarðhitaleit
Hugmyndin um að nota megi hita-
stigul í tiltölulega grunnum holum til að
segja fyrir um, hvort vænta megi heits
vatns í jörðu byggir á tveimur for-
sendum. Annars vegar, að lítið eða ekk-
ert vatnsrennsli sé um berggrunninn þar
sem vöxtur hitans með dýpi er í sam-
ræmi við meðalhitastigul landsvæðis
þess sem holan er á. Hins vegar, að lóð-
rétt hræring vatns komist á, ef fyrir
hendi er vatnsrennsli i einhverjum mæli
niðri í berggrunninum, enda vatnsleið-
ararnir oft næstum lóðréttir gangar eða
sprungur. Þannig má með grunnum
hitastigulsholum finna hvar heitt vatn
er undir, en dýpri borun þarf til að
finna, hversu heitt vatnskerfið er. En þá
er líka komið að mörkum leitartækn-
innar, því að enn er engin einhlít aðferð
þekkt nema boranir til að finna sjálfa
vatnsleiðarana.
RENNSLI HEITS VATNS
UM BERGGRUNNINN
Berg er því aðeins vatnsgengt, að í því
séu glufur og holrými. Mikið af holrými
bergsins nýtist ekki sem vatnsleiðarar
því að holurnar eru einangraðar hver
frá annarri. I berggrunninum skiptast á
misjafnlega gropin lög. Gropnust eru
blöðróttur hraunkargi, bólstraberg og
hin grófgerðari móbergs- og molabergs-
lög, með um 30% groppu (Ingvar Birgir
Friðleifsson 1975). í hinum fíngerðari
setlögum og móbergi ummyndast glerið
fljótt og kornin límast saman svo mjög
dregur úr vatnsgengd um háræðar milli
agna bergsins. Því er ekki allt fengið
þótt bergið sé gropið, t. d. eru móberg
og millilög alla jafna taldir slæmir
vatnsleiðarar, þótt holrými sé mikið í
þeim. Berglögin eru alsett sprungum,
sem auka verulega á lekt bergstaflans.
Rennsli gegnum bergið er háð rennslis-
viðnámi í glufum þess og þeim þrýst-
ingsmun sem samsvarar mishæð grunn-
vatnsborðs á úrkomusvæði í hálendi og
útrennslissvæði á láglendi. Gert hefur
verið kort af grunnvatnsrennsli jarð-
hitavatns þar sem tengt er með örvum
milli úrkomusvæða og jarðhitasvæða og
þá gert ráð fyrir að vatnið streymi bein-
ustu leið frá hálendinu til sjávar þvert á
meðalhæðarlínur landsins (Bragi Arna-
son 1976). Sú er eðlilegasta rennslis-
stefna vatnsins gegnum berggrunninn ef
lekt bergsins er jöfn í allar áttir. Kort
Braga gefur allskýra mynd af aðstreymi
lághitasvæðanna, en um mörg háhita-
svæðin er ekki vitað nema hvað legu
sinnar vegna hljóta þau að fá aðstreym-
ið úr næsta umhverfi. Að jarðfræðingn-
um snúa einkum þrjár spurningar
varðandi vatnsrennsli gegnum jarðhita-
svæðin. Hversu djúpt niður í berg-
grunninn fer vatnið, eftir hvaða leiðum
fer það, og hvað ræður lekt bergstaflans?
Dýpi vatnshringrásar
Nokkuð má ráða í dýpi hringrásarinnar
af hitastigi vatnsins á jarðhitasvæð-
unum. Þar sem hitastigið er lægst í
volgrum og fjallavermslum (á bilinu
10—20°C) má álykta, að vatnið hafi
leitað grunnt áður en það kom aftur upp
til yfirborðs. Dæmi um slíkt þekkjast
helst þar sem landið er fjöllótt og berg-
lögin sprungin og lítið holufyllt, svo sem
vestast á Vestfjörðum og vestan megin á
Tröllaskaga. Hár hiti bendir tii dýpri
hringrásar. Ef t. d. 110°C heitt vatn
kemur fram í jarðhitakerfi lághita-
svæðis, þar sem hitastigull umhverfisins
164