Náttúrufræðingurinn - 1981, Qupperneq 23
er um 65°C/km, verður að ætla, að rás
vatnsins nái a. m. k. niður undir 2 km,
eins og t. d. á Reykhólum í Barða-
strandarsýslu. Dýpstu vatnsæðar í bor-
holum hérlendis eru á milli 2 og 3 km
dýpis í Reykjavík og í Eyjafirði. I Eyja-
firði nemur rof bergstaflans um 1,5 km
miðað við dalbotna, en í Reykjavík um
1 km, þannig að vatnsæðar ná a. m. k. 4
km niður í jarðskorpuna miðað við
upphaflegt yfirborð (Guðmundur
Pálmason o. fl. 1979). Engan veginn er
víst, að þar sé komið niður úr vatns-
gengum berglögum. Hins vegar borgar
sig varla að vinna jafn ódýran vökva og
heitt vatn á margra km dýpi vegna
óhóflegs borkostnaðar.
Rennslisleiðir
Þegar skyggnst er um fjallshlíðar í
eldri bergmyndunum landsins, verða
fyrir augum lárétt eða hallalítil kletta-
bönd grafin giljum og skorningum.
Sums staðar má greina misgengi,
sprungur og bergganga. Algengt er að
lindir og dýjaveitur fylgi lagamótum á
löngum köflum og dæmi eru um, að
vatnsmiklar lindir spretti fram úr
sprungum eða berggöngum (Miklidalur
í Patreksfirði, Korpudalur í Önundar-
firði). Jafnan ber mest á þessum upp-
sprettum ofan til í fjöllum, þar sem
holufylling er líti!, en neðantil í þeim því
aðeins að bergið sé lítið holufyllt. Við
jarðgangnagerð er leki helst til vand-
ræða úr sprungum, en við lagamót því
aðeins að berglögin séu fersk og óholu-
fyllt. Má strax af þessu ráða í eðli
vatnsleiðara í berggrunninum og auð-
sætt er, að holufylling bergsins sem
eykst niður á við, dregur mjög úr hæfni
þess til að hleypa vatni í gegn.
Mynd 4 sýnir niðurstöður lektarmæl-
inga í borholum á vatnsvinnslusvæðum
í ferskum hraunum (kalt neysluvatn) og
í þéttuðum berggrunni (jarðhitasvæð-
um) víðs vegar á landinu. Ung hraun og
grágrýti eru lekust. Lektin á vinnslu-
svæðum Hitaveitu Reykjavíkur í eldri
grágrýtismynduninni er mun meiri en á
vinnslusvæðum Hitaveitu Akureyrar í
tertíeru blágrýtismynduninni. Holu-
fylling er áþekk í berglögum á þessum
svæðum, en gerð berglaganna ntjög
mismunandi, eins og vikið verður að
síðar.
Þe'ttun bergstaflans í virku
gliðnunarbeltunum — holufylling
Háhitasvæðin eru einu sjáanlegu
jarðhitamerkin í virku gliðnunar-
beltunum. Einungis óbeinar upplýsing-
ar liggja fyrir um hitaástand og rennsli
vatns annars staðar i þeim, fengnar
með módelreikningum (Guðmundur
Pálmason 1973) og með athugunum á
ummyndun og holufyllingu bergstafla á
rofnum svæðum. Mismunandi holu-
fyllingar (zeólítar, kvarssteinar o. fl.)
myndast við útfellingu úr misheitu
vatni og eins er ummyndun bergs háð
hitastigi vatnsins, sem um það leikur.
Rannsóknir hafa sýnt (Walker 1960), að
ummyndun og holufylling vex með dýpi
í bergstaflanum og má í því sambandi
tala um beltaskiptingu, þegar eitt
steindasamfélag tekur við af öðru. Þessi
beltaskipting er nokkurn veginn sam-
síða yfirborði bergstaflans eins og það
var þegar upphleðslunni lauk og gengur
mislægt á lagskiptingu staflans, en
hallar þó jafnan örlítið inn að virku
gliðnunarbeltunum. Snörun staflans,
ummyndun og holufylling á sér stað
innan virku gliðnunarbeltanna (5.
mynd). Þar ríkir einhvers konar jafn-
165