Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 25
5. mynd. Þversnið frá Dyngjufjöllum austur á móts við mynni Reyðarfjarðar. Hitastigull er
hár í gliðnunarbeltinu. Bergstaflinn, sem þar hleðst upp, færist til hliðar, eldvirkni hættir og
rof tekur að grafa hann sundur. Við brottflutning efnis léttist skorpan og lyftist til jafnvægis.
Holufylling bergsins og berglagahallinn, hvort tveggja áskapað í gliðnunarbeltinu, koma í
ljós. Holufyllingar raða sér i belti næstum lárétt eins og jafnhitalínur í gliðnunarbeltinu, sem
þau tengjast. Utan gliðnunarbeltanna kólnar bergstaflinn. Holufyllingabeltin eru ekki
lengur i samræmi við hitaástand bergsins. Þar sem IRDP-borholan byrjar rikti um 100°C
hiti þegar holufyllingin varð, nú ríkir einungis 82°C hiti við botn holunnar. Teiknað eftir
Walker (1960), IRDP (1979), Guðmundi Pálmasyni o. fl. (1979). — Geological W-E cross
seclion from Dyngjufjöll to Reydarfjordur in E. Iceland. The thermal gradient in the active volcanic zone
(left) is high. The lava pile builds up there by volcanic eruptions and is subsequently transported sideways
by plate motion. Large scale erosion outside the volcanic zone is compensaled for by uplift on a regional scale.
Both the tilting and the secondary mineral assemblages of the strata are formed within or at the margins of
the volcanic zone. The secondary minerals are arranged in zones almost parallel with the isotherms within,
and near the margin of the volcanic zone, and thus represent pataeoisotherms in the uplifted and eroded
areas (right). These are completely out of phase with the present geothermal gradient in the eroded areas.
The 1919 m deep IRDP drillhole started at a level where the secondary minerals indicate a palaeo-
temperalure of 100°C, but the measured bottom hole temperature is only 82° C. (Based on Walker (1960),
IRDP (1979) and Palmason et al. (1979)).
þyngd kringum 3,0 léttist við ummynd-
unina um ca. 15%. Efnið sem leysist
burt, fellur út í holum og glufum bergs-
ins. Það vatn, sem gengur í gegnum
þessa ummyndunarhringrás, kemur
hvergi fram sem jarðhiti, nema ef vera
skyldi að það dragist til háhitasvæð-
anna og sumra lághitasvæða, sem næst
liggja gliðnunarbeltunum. Ummyndun
og holufyllingar, sem margir setja í
samband við jarðhita, eru einu sýnilegu
merkin eftir þessi horfnu, útkulnuðu
jarðhitakerfi.
Bergstaflinn þéttist af völdum þessara
efnahvarfa svo og gruggs, sem síast úr
óhreinu yfirborðsvatni þar sem það
sígur í jörð, og sömu áhrif hefur sam-
þjöppun berglaganna, er þau fergjast.
Lekt bergstaflans utan gliðnunarbeltanna
I bergstafla utan gliðnunarbeltanna
er rennsli vatns tengt (1) einstökum
jarðlögum eða lagamótum, (2) sprung-
um og berggöngum, sem urðu til um likt
leyti og staflinn hlóðst upp og (3)
sprungum sem eru miklu yngri en upp-
hleðsla bergstaflans.
Þétting bergstaflans verður sjaldnast
167