Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 26
svo gagnger að ekki verði eitthvað eftir
af upprunalegri groppu og lekt á laga-
mótum eða um einstök berglög.
Reynslan af borunum hefur sýnt, að á
sumum jarðhitasvæðum er vatnsleiðni
tengd lagskiptingu bergsins svo góð, að
á hana má treysta til vinnslu heits vatns.
A öðrum er vatnsleiðnin svo treg, að
vatnsvinnsla úr slikum leiðurum er úti-
lokuð. Hér virðist berggerðin hafa mest
að segja. Góðir vatnsleiðarar tengdir
lagskiptingu finnast helst þar sem mikið
er um móberg, bólstraberg og molaberg.
Með tilkomu jökulskeiða seint á Plíósen
fóru slíkar myndanir að verða algengar
og eru þær stundum um helmingur
bergstaflans 1 eldri grágrýtismyndun-
inni á SV- og Suðurlandi þar sem mest
er um þær. Samanburður á bergstafla
frá því fyrir og eftir tilkomu jökla í
jarðsögu íslands er því fróðlegur með
tilliti til gerðar vatnsleiðaranna.
Bergstaflinn á tertíeru blágrýtissvæð-
unum er aðallega úr hraunlögum og
millilög yfirleitt þunn. f þeim berg-
lögum, sem mynduðust eftir að jökul-
skeið gengu í garð hér á landi á síðari
hluta Plíósen, skiptast á hraunlög og
molabergslög frá hiýskeiðum og mó-
berg, bólstraberg og jökulbergslög frá
hinum fjölmörgu jökulskeiðum. Mó-
bergið og bólstrabergið kemur fyrir í
þykkum haugum. Til jaðranna þynnast
þeir og verða að móbergslögum og set-
bergi (Kristján Sæmundsson og Noll
1974). Móbergshaugarnir hafa myndast
á sama hátt og móbergsfjöllin alþekktu,
við gos undir jökli. Á hlýskeiðum runnu
hraunlög upp að þeim og þeir kaffærð-
ust smám saman. í rofnum bergstafla af
þessari gerð má víða sjá milli hraunlaga
móbergskennd lög sem þykkna eftir því
sem nær dregur móbergshaugunum.
Líklegt er talið að jafnframt rennslis-
leiðum eftir göngum og sprungum sé
verulegt vatnsrennsli eftir „Iáréttum“
vatnsleiðurum í bólstrabergi og á laga-
mótum móbergs og hraunlaga. Vatns-
borðsmælingar í borholum benda til að
heitavatnskerfi í berggrunni þar sem
mikið er um slíkar myndanir, séu stærri
heldur en í hraunlagastafla með þunn-
um millilögum. Þannig eru jarðhita-
svæðin í Reykjavík og nágrenni allt frá
1—2 km- þau minnstu (Seltjarnarnes,
Elliðaár) upp í a. m. k. 15 km- (Reykir í
Mosfellssveit). Innan þeirra hittist á
leiðara tengda lagskiptingu bergsins
nánast hvar sem stungið er niður. Utan
jarðhitasvæðanna eru sömu berglög
hinsvegar lítið sem ekki vatnsgeng.
Talið er að bergsprungur og gangar ráði
einnig miklu um vatnsgengd í þessum
jarðhitasvæðum og ákvarði takmörk
þeirra. Af þessum svæðum er mest um
móbergsmyndanir og þykk millilög á
jarðhitasvæðinu I Mosfellssveit. Þar eru
flestar öflugustu vatnsæðarnar á laga-
mótum móbergsmyndana og hraunlaga
(Jens Tómasson o. fl. 1975).
Góð vatnsleiðni um lög eða lagamót
þekkist hvergi i dýpri hlutum tertieru
blágrýtismyndunarinnar nema í næsta
nágrenni við einstaka sprungur eða
bergganga. Jarðhitakerfin eru lítil um
sig, öll á lengdina í stefnu meginvatns-
leiðarans (sprungunnar eða gangsins). Á
Laugalandi í Eyjafirði fæst heita vatnið
að því er virðist tilviljanakennt úr
millilögum á afmarkaðri spildu með-
fram berggöngum eða sprungum (9.
mynd). Á vinnslusvæði Hitaveitu Egils-
staða í Urriðavatni kemur næstum því
allt vatnið, sem fram að þessu hefur
náðst, úr millilögum til hliðar við
meginuppstreymið (10. mynd).
168