Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 27
Venjulegur bergstafli er alsettur
sprungum, sem hafa myndast af ýmsum
orsökum. Sprungur myndaðar við
kólnun hrauna eða samþjöppun milli-
laga skipta líklega litlu máli fyrir vatns-
leiðnina nema í alveg fersku bergi.
Staflinn er auk þess klofinn ^f ótal
brotalínum og berggöngum, sem ná í
gegnum hann allan eða a. m. k. mikinn
hluta hans og þar leitar heita vatnið
einatt upp til yfirborðs. Þessar höggun-
arsprungur eru annars vegar örmjóar rifur
þar sem bergið hefur brostið, án þess að
hreyfast á misvíxl, hinsvegar gjár og
rnisgengissprungur. Hér á landi eru tog-
sprungur algengastar. Misgengis-
sprungum fylgir oft lag af mulningi á
sprungufletinum og i gjárnar troðast
gangar og innskotsæðar hríslast út frá
þeim. Bergsprungur verða til bæði
samtímis upphleðslunni, en einnig síðar
og þá stundum i breyttu spennusviði og
hafa þá aðra stefnu en eldri sprungur.
Sprungur geta myndast undan háum
vatnsþrýstingi í náttúrunni t. d. þegar
misgengissprunga í vatnsósa bergi
haggast til. Við misgengishreyfinguna
getur byggst upp svo mikill þrýstingur i
groppuvatni næst brotfletinum, að
bergið lætur undan og brotnar. Vatnið
sleppur burt ýmist um misgengisflötinn
eða nýjar sprungur myndast út frá hon-
um þvert á stcfnu minnsta alhliða
þrýstings í bergmassanum. Sprungan
breiðist út með hljóðhraða og skilur eftir
opna rás losaralega fyllta af bergbrot-
um. Við endurteknar hreyfingar um
sömu togmisgengin getur þannig skap-
ast góð sprunguleiðni (Grindley og
Browne 1975). I borholum er vökva-
þrýstingi oft beitt til að búa til sprungur
t. d. á olíusvæðum og hérlendis hefur
það verið gert til könnunar á spennu í
bergi. Sprungur myndaðar á þennan
hátt má þekkja í borkjörnum og í hreinu
bergstáli.
Þegar rætt er um sprungur og mis-
gengi virk á sama tíma og upphleðslan
fer fram má hugsa sér gjár eins og t. d. á
Þingvöllum. Þær eru að vísu vatnsleið-
andi nú sem stendur en spyrja má, hvað
verður eftir svo sem milljón ár, þegar
núverandi yfirborð verður komið
500—1000 m djúpt í jörð. Munu þær
eiga eftir að fyllast svo rækilega af
mulningi, útfellingum og berggöngum,
að vatnsleiðni verði nánast engin? Líkur
eru á að svo verði ekki, heldur haldi
sprungurnar áfram að vera vatnsleið-
andi a. m. k. að einhverju marki þótt
mjög dragi úr. Sprungur sem þessar
enda líklega dýpra niðri í berggöngum
og er sennilegt að gangajarðhitinn t. d. á
Norðurlandi sé til einmitt vegna þess að
enn er fyrir hendi nokkuð af upphaflegri
sprunguleiðni. Reynslan af borunum
hefur sýnt að gangar og misgengi eru
flest hver jafnþétt og berglögin sem þau
skera. Gangar eru oft margir á stuttum
kafla í bergstaflanum (algengir á bilinu
1 —10 á km). Oft mynda þeir ásamt
misgengissprungum tuga km langa
sveima og gæti vel hugsast, að meðal
þeirra megi finna samfellda leiðara alla
leið ofan frá hálendi (Gunnar Böðvars-
son 1951).
Víða má sjá, að sprungur hafa orðið
til löngu eftir að upphleðslu og megin-
holufyllingu bergstaflans lauk og
þannig skapast góð vatnsleiðni. Sum af
þessum sprungukerfum eru virk, t. d.
jarðskjálftasprungurnar á Suðurlandi
og í Borgarfirði, sem margar hverjar
leiða heitt vatn. Önnur eru ekki lengur
virk a. m. k. miðað við tímabilið eftir
ísöld. Þannig er um sprungukerfi með
169