Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 28
NV-SA stefnu, sem liggja um Vest-
fjarðakjálkann, og ráða því að nokkru
leyti hve þar er víða jarðhiti.
Hversu mjög dreifing jarðhita ræðst
af bergbyggingunni, sprungu- og
gangamynstrinu og aldri sprungukerf-
anna sést, ef litið er á dreifingu lauga og
hvera á landinu utan gosbeltanna. Það
kemur í ljós, að á flestum vatnsmestu
jarðhitasvæðunum er strik í bergbygg-
ingunni í stórum dráttum hornrétt á
jafnhæðarlínur landsins, en samsíða
grunnvatnsstraumunum. Þar sem þetta
fer ekki saman er jarðhiti hins vegar
óverulegur eins og t. d. á Austfjörðum
(Trausti Einarsson 1937, Ingvar Birgir
Friðleifsson 1978) og Suðausturlandi.
Vatnið virðist greinilega eiga þar óhæga
leið frá meginhálendinu út til sjávar
þvert á strik ganga, misgengja og berg-
laga. A Vestfjörðum hagar ekki ósvipað
til, en þargerir það gæfumuninn, að fyrir
hendi eru ung sprungukerfi, sem
leiða heitt vatn sums staðar þvert á strik
berglaga og eldri sprungu- eða ganga-
kerfa í bergbyggingunni.
Heitt vatn, sem rennur fram á yfir-
borð í hverum og laugum, ber með sér
fleira en hita, nefnilega efni, sem það
leysir úr berginu. Varðandi vatnsleiðara
djúpt í berggrunni vaknar sú spurning,
hvort útskolun úr veggjum þeirra rása,
sem vatnið fer eftir, auki á lektina. Ef
Deildartunguhver er tekinn sem dæmi,
þá flytur vatnið frá honum með sér um
2000 tonn af uppleystum efnum á ári
(20X10° tonn á síðustu 10.000 árum).
Gunnar Böðvarsson (1951) velti þessari
spurningu fyrir sér og taldi líklegt að
útskolun efna í dýpri hlutum jarðhita-
kerfanna gæti átt sér stað, en aftur á
móti útfelling í efri hlutum þeirra þar
sem kælingar er farið að gæta. Um gildi
þessa þáttar fyrir langtíma viðhald
jarðhitakerfa er lítið vitað.
HÁHITASVÆÐI
Það sem fólk tekur líklega fyrst eftir,
að ólíkt sé með háhita- og lághita-
svæðum, eru gufuhverir og mikið lit-
skrúð á hinum fyrrnefndu, en tærir
vatnshverir og laugar á lághitasvæð-
unum. Þá vekur einnig athygli, að há-
hitasvæðin eru oft í hálendi, en lág-
hitasvæðin liggja flest hver lágt í land-
inu. A nokkrum háhitasvæðum, sem
lægst liggja, eru vatnshverir þó allsráð-
andi, enda stendur kalda grunnvatnið
umhverfis þá jafnan hátt. Þar sem
gufuhverir eru ríkjandi hagar oftast
þannig til, að gufa og gas leitar upp frá
heitu grunnvatnsborði og blandast
staðbundinni úrkomu. Vatn og gasteg-
undir (koldíoxíð, brennisteinsvetni og
vetni), sem gufa upp, blandast í yfir-
borðsvatnið og gera |tað súrt. Þetta súra
vatn leysir sundur bergið næst yfirborði
og skapar ásamt útfellingum hið mikla
litskrúð. Hvítar útfellingar eru yfirleitt
kísill, kalsit eða gips; gular brennisteinn;
grár litur á hverum og i hveraleðju er af
völdum pýrits og leirsteinda, en rauðu,
brúnu og grænu litirnir af völdum
járnoxíða.
Háhitasvæðin Iiggja öll innan gos-
beltanna þar sem landið er yfirleitt enn i
sköpun. Eldgos bæta á það hraunum og
gjósku, en togkraftar valda gliðnun og
landsigi með tilheyrandi sprunguvirkni.
A undanförnum árum hefur jarðfræði-
leg bygging gosbeltanna verið að skýrast
smám saman. f Ijós hefur komið, að
innan þeirra má aðgreina einingar, sem
hver um sig samanstendur af sprungu-
sveimi og oftast megineldstöð (Kristján
Sæmundsson 1978). Þekktast dæmi er
170