Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 29
6. mynd. Kröflusveimurinn með jarðhita-
svæðunum i Kröfluöskjunni, í Námafjalli og
í Gjástykki. Fjórða jarðhitasvæðið er á
Jökulsársöndum nyrst i sprungusveimnum.
Viðnámsmælingar og jarðfræðilegar að-
stæður benda til að þar sé háhitasvæði.
Breytt eftir Kristjáni Sæmundssyni (1978).
— The Krafla fissure swarm and caldera, wilh
Kröflueldstöðin og sprungusveimurinn
gegnum hana (6. mynd). Jarðfræði-
rannsóknir á háhitasvæðunum beinast
einkum að því að kortleggja sem ná-
kvæmast útbreiðslu jarðhita, yfirborðs-
myndanir og sprungur. Reynt er að
ráða í afstæðan aldur gosmyndananna
og fá þannig innsýn í jarðsögulega þró-
un og eðli eldvirkninnar á hverju svæði.
Fjöldi og takmörk háhitasvœða
Háhitasvæðin voru lengi talin
16—17, en eru nú talin nokkru fleiri,
(Tafla I). Þau eru flest í megineldstöðv-
um, eða annars staðar í sprungusveim-
unum, þar sem eldvirkni er mest. I
megineldstöðvunum er gjarnan nokkuð
af súru bergi og stundum eru í þeim
öskjur, sem ráða þá jafnan miklu um
útbreiðslu jarðhitans. Yfirleitt eru há-
hitasvæðin svo staðbundin, að mörkin á
milli þeirra eru glögg. Þó bregður út af á
Reykjanesskaga þar sem álitamál er,
hvort t. d. eigi að telja Reykjanes, Eld-
vörp og Svartsengi eitt eða fleiri há-
hitasvæði, og hvort telja eigi Sandfell,
Trölladyngju og Krísuvík eitt eða fleiri
svæði. Jarðfræðikortlagning sýnir að
meginsprungusveimarnir eru einungis
tveir yst á Reykjanesskaganum, og eru
fyrrtöldu þrjú svæðin í þeim vestri, en
hin þrjú í |)eim eystri. Megineidstöðvar
eru ekki á Reykjanesskaga og þar þekk-
ist ekki súrt berg; fremur er um að ræða
gosþyrpingar og eru háhitasvæðin
innan þeirra. Rannsókn á upptökum
jarðskjálfta hefur sýnt, að eftir Reykja-
high temperature areas within the Krafla caldera,
in Námafjall and Gjástykki. Geological evidence
and resistivity measurements indicate a possible
fourth high temperature area in the sandur plain
south of Axarfjördur. Modified from Saemundsson
(1978).
171