Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 35
nyrst í hveraþyrpingunni i Hveragerði. I
skjálftunum 1597 urðu umbrotin eink-
um á hverasprungu sem liggur um
Reyki i Olfusi. I skjálftahrinu 1947 varð
umrót á sprungu sem liggur í gegnum
þorpið og mikill hamagangur i hverum
um tíma fyrst þar á eftir.
Á háhitasvæðunum verða breytingar
vegna jarðhræringa oft á tíðum áber-
andi miklar, vegna þess hversu vatnið í
þeim er nálægt suðumarki. Þegar nýjar
leiðir opnast til yfirborðs, nær vatn
framrás um sprungurnar, og sýður
kröftuglega, stundum með sprengingu,
þannig að fram koma nýir hverir sem
gjósa ákaft i byrjun. Ófá dæmi eru um
hverasprengigíga á háhitasvæðunum,
sem sumir eru tugir og jafnvel hundruð
metra í þvermál. Má i þvi sambandi
nefna Krísuvíkursvæðið, Hengilssvæð-
ið, Torfajökulssvæðið og Kröflusvæðið.
Eldfjallafrœðilegt mat
á háhitasvœðum
Þýðingarmikill þáttur i rannsókn há-
hitasvæðanna er mat á eldvirkni og
sprunguvirkni, sem hafa þarf til hlið-
sjónar, þegar kemur til nýtingar. Á
fjórum háhitasvæðum eru þegar risin
orkuver eða hafin meiri háttar nýting
(Hveragerði, Svartsengi, Námafjall,
Krafla) og stefnt að nýtingu tveggja í
viðbót (Reykjanes, Nesjavellir á
Hengilssvæði). Þegar háhitasvæðin eru
athuguð að þessu leyti kemur i ljós
mikill munur (Tafla I). Eðli gosvirkn-
innar er mismunandi. Dyngjur,
sprungugos, súr hraun og sprengigos
með vikurmyndun hafa átt sér stað í
eldstöðvakerfum, sem háhitasvæðin eru
tengd, en tíðnigosa og dreifing í tíma er
misjöfn og hraun eða vikurmagn
breytilegt. Um sprunguvirknina gegnir
liku máli; hún er mjög misjöfn eftir
svæðum og oftast bundin við af-
markaðar spildur sem liggja yfir há-
hitasvæðin. Oft má í breiðu sprungu-
belti greina á milli sprungna, sem sýna
merki um nýlegar hreyfingar og ann-
arra, sem ekki hafa haggast í langan
tíma. Með könnun á þessum atriðum
fást upplýsingar sem mega sín nokkurs
um val milli háhitasvæða og virkjunar-
staða innan einstakra svæða. Hæpið er,
að rannsókn á gossögu og sprunguvirkni
eldstöðvakerfanna megi nota nema
mjög almennt til að spá fyrir um hversu
langt sé í næstu umbrot. Hins vegar
hefur reynslan sýnt, að þekking á þess-
um atriðum er gagnleg til að sjá fyrir
hver þróunin verður, eftir að slík um-
brot eru hafin. Fyrra atriðið er þó það
sem meira máli skiptir þegar ákvörðun
er tekin um nýtingu háhitasvæðis, því
að mannvirki má reisa á tiltölulega
öruggum stöðum, en engin leið að verj-
ast breytingum á jarðhitakerfi og áhrif-
um á afköst borhola t. d. vegna kviku-
innskota, sem geta lamað rekstur tima-
bundið.
LÁGHITASVÆÐI
Á lághitasvæðunum er oft erfitt að
skilja á milli einstakra jarðhitasvæða.
Merking orðsins lághitasvæði er því í
reynd heldur losaraleg og oft umdeilan-
legt hvað teljast skuli sérstakt lághita-
svæði. Gunnar Böðvarsson (1960, 1961)
taldi lághitasvæðin vera kringum 250
með um 600 aðalhverum og laugum. Á
korti í þessum fyrstu ritgerðum tók
Gunnar saman hveri og laugar, sem
fylgdu nokkurn veginn ákveðnum
línum, og kallaði lághitalínur. Hug-
myndin sýnist hafa verið að kalla eitt
lághitasvæði (eða -línu) allar þær laugar
177
12