Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 37
spumingum ósvarað, einkum varðandi
gerð og nákvæma legu vatnsleiðaranna.
Hér á eftir skal lýst jarðfræðilegum að-
stæðum á nokkrum - lághitasvæðum,
sem hvert hefur sín sérkenni, og menn
halda sig þekkja til nokkurrar hlítar.
Eyjafjörður
Þess var áður getið, að lekt í bergstafla
á blágrýtissvæðunum væri yfirleitt lítil,
og aðallega tengd sprungum og berg-
göngum. Á tertieru svæðunum eru til
allt að 2000 m djúpar holur, sem mega
9. mynd. Borholur á Syðra Laugalandi í Eyjafirði. Holurnar eru í brekku austan við
Eyjafjarðará. Þar er land allt þakið lausum jarðlögum og algróið nema á köflum I lækjar-
skorningum. Þar sjást nokkrir berggangar. Á segulkorti sjást línuleg frávik með svipaðri
stefnu og gangarnir. Aðeins þrjár holur af 8 gefa umtalsvert vatn. Þær liggja á línu NA-SV.
Ekki hefur tekist að rekja berglög nákvæmlega frá einni holu til annarrar. Engin meiri háttar
misgengi verða greind á svæðinu á þeim grundvelli. Aðeins þau „millilög“ sem gefa vatn eru
sýnd á myndinni. Misgengissprungur kæmu líklega fram i svarfi sem „millilög“. Þrátt fyrir
athugun á borsvarfi og kortlagningu á yfirborði hefur ekki tekist að finna, hvað ræður
vatnsgengd i jarðhitasvæðinu. Helst er álitið að meginvatnsleiðarinn sé gangur eða sprunga,
sem liggi í grennd við þær holur sem gefa vatn. Eins og sést í sniðinu standast vatnsæðarnar
í holunum ekki á, þannig að um sérstök lög eða lagamót getur ekki verið að ræða. I borsvarfi
og með hliðsjón af borhraða má þekkja þykka grófkornótta bergganga. — Location of drillholes,
dykes (detected on surface solid lines, detected by surveys dotted lines) in the Laugaland low temperature
area in Eyjafjördur. The area is covered by moraine and soil apart from limited exposures along a small
stream. Only three of eight wells are productive (LJ5, LJ7, LJ12) and these follow a line extending
NE-SW which is quite different from the trend of the dykes. In the left of the diagram the depth of aquifers
(in l/s) is marked and the type of parting at that particular depth as identified from cutlings. Coarse-grained
dykes are shown also, finer grained ones are difficult to identify. Faulls probably appear in the drill cuttings
as interlayers. Despite geological mapping and analyses of drill cuttings it has not been possible to prove
what conlrols the aquifers. The main aquifer is probably associated with a dyke or a fault near the productive
wells.