Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 38
heita kolþéttar, þótt góðar vatnsholur
séu jafnvel ekki nema nokkra tugi m frá.
Sem dæmi um tengsl jarðhita við berg-
ganga má nefna jarðhitasvæðin við
Eyjafjörð, en segja má að þau hafi staðið
sem fulltrúi þeirrar gerðar siðan Trausti
Einarsson lýsti þeim (1937). Boranir á
Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík taka mið
af einum tilteknum berggangi á hverju
laugasvæði. Svipað er að segja um jarð-
hitasvæðin kringum Akureyri. Á Syðra
Laugalandi hafa aðeins þrjár holur, sem
liggja á linu NA-SV gefið mikið vatn, en
aðrar fimm þar í kring hafa ekki hitt á
vatnsæðar (9. mynd). A Tjörnum, 1700
m norðar, hafa þrjár holur af fjórum hitt
á vatn. Þar eru aðalvatnsæðarnar í eða
við bergganga. Vestan megin við Eyja-
fjarðará virðist eins háttað. Fyrst með
borun við Hrafnagilslaug syðri hittist á
tvær góðar vatnsæðar, og var hin dýpri í
þykkum berggangi. Eftir er að sann-
reyna, hvort þar sé kominn megin-
vatnsleiðarinn, sem tengir laugasvæðin
þeim megin í dalnum. Líklegt er að
fleira en gangarnir ráði uppstreyminu
og hefur einkum verið bent á misgengi
og sprungur, samsiða eða skáskerandi,
en illa gengið að fá botn i samhengið þar
á milli. Víst er að víða fer þetta tvennt
saman, svo sem á Siglufirði, í Hrísey og í
Glerárgili. Meginmáli skiptir hér að
þekkja legu og halla ganganna og
sprungnanna, sem gætu stjórnað rás
vatnsins svo að hægt sé að staðsetja
borholu þannig að hún hitti í vatnsleið-
arann á æskilegu dýpi.
Urriðavatn í Fellum
Urriðavatn í Fellum er eitt fárra
laugasvæða á Austurlandi. Laugarnar
koma upp úti í stöðuvatni og myndast
af þeim vakir, þegar ís er á vatninu
10. mynd. Urriðavatn í Fellum. Lega
bergganga og halli þeirra fundust með
jarðfræðirannsóknum og segulmælingum,
og vakir kortlagðar, þegar vatnið var ísi lagt.
Eindregin tengsl sýnast vera milli berggangs
og vakanna. Borholur voru staðsettar með
hliðsjón af austlægum halla ganga sem sjást
uppi á landi. Vatnsæðar í holunum eru á
litlu dýpi í millilögum en ekki við ganga
nema smáæð í holu 5. Vakir eru enn við lýði
þótt vatnsborð í borholum sé niðri á 100 m
dýpi. Enn er þvi von um góða vatnsholu, ef
tækist að hitta á meginvatnsleiðarann.
Kortið hefur Sigmundur Einarsson gert. —
Faults, dykes and hot springs at the Lake Urrida-
vatn geolhermal area E. Iceland. Dykes (sotid
lines) are traced mto the lake by magnetic surveys
(broken line) and the hot springs (black spots)
mapped by openings when the lake is on ice. The
openings extend in the same directions as the dykes.
The drill holes were sited so as to intersect the
easterly dipping dykes at a certain depth. Aquifers
have so far only been intersected in interlayers at
shallow depths apart from one small aquifer in well
5. Despite drawdown of 100 m in the wells by
pumping, the openings are still formed which indi-
cates that the main aquifer has not yet been inter-
secled by drilling. Mapping by Sigmundur Einars-
son.
180