Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 39
(Tuskuvakir). Um jaröhitasvæðið liggja
berggangar með NNA-SSV stefnu og
raða vakirnar sér yfir einn þeirra (10.
mynd). Gangarnir hafa verið kortlagðir
þar sem þeir sjást á landi og halli þeirra
ákvarðaður, en raktir með segul-
mælingum á ísi úti í vatninu. Borhol-
urnar skera ganga, en lítið vatn hefur
fengist úr þeim. Misgengi liggja í sömu
stefnu og gangarnir vestantil í vatninu,
en þau koma ekki fram á segulkorti né
heldur gangar, sem búast mætti við að
liggi dýpra úti. Dæmið um Urriðavatn
sýnir vel, við hvaða vandamál er að
glíma í jarðhitaborunum, og að ekki er
allt fengið þótt samræmi sýnist vera
milli dreifingar jarðhitans og ganga-
mynsturs. Augljóst hagræði væri að þvi
að geta borað á ská fremur en lóðrétt við
svona aðstæður.
Vestfirðir
Dæmi um hvernig jarðfræðileg bygg-
ing virðist ákvarða rennsliskerfi jarðhit-
ans má nefna frá Vestfjörðum. Vest-
fjarðakjálkinn er landfræðilega vel af-
markaöur og aðskilinn frá meginflæmi
landsins. Tvivetnismælingar á jarðhita-
vatni og úrkomu eru fáar til, en sýna þó
að jarðhitinn á Vestfjörðum er i ætt við
staðbundna úrkomu á Vestfjarðahá-
lendinu sjálfu (Bragi Árnason 1976).
Þar eru tvær meginhásléttur, Glámu-
svæðið til Þorskafjarðarheiðar og há-
lendisbálkurinn, sem Drangajökull
hvilir á. Jarðhiti er um alla Vestfirði og
11. mynd. Jarðhiti í Súgandafirði. Laugar eru á tveimur stöðum hvor sinu megin við
fjörðinn. Þær fylgja misgengissprungum með NV-SA stefnu, sem sjást á fáeinum stöðum út
með firðinum, en best uppi á Breiðadalsheiði. Jarðlagahalli er til SA og berggangar og flest
misgengi önnur hafa NA-SV stefnu. Kortið gerðu Sigmundur Einarsson og Kristján Sæ-
mundsson. — Warm springs in Súgandafjördur, W.Iceland are found on bolh sides of the fjord following
young faults extending NW-SE. The formations dip towards SE, and dykes and most other faults extend
NE-SW. Mapþing by Sigmundur Einarsson and Kristján Saemundsson.
SPRUNGUKORT AF SÚGANDAFIRDI
SKYRINGAR:
/
/ Gangur
V
^ Misgengi i NA-SV kerfi
Misgengi í NV-SA kerfi
• 27* Jarðhiti
Bo/ungarvik