Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 47
Stefán Arnórsson, Einar Gunnlaugsson
og Hörður Svavarsson:
Uppleyst efni í jarðhitavatni
og ummyndun
INNGANGUR
Þessari grein er ætlað að gefa hinum
almenna lesanda yfirlit yfir þann
breytilega styrk, sem er á uppleystum
efnum í jarðhitavatni og rekja þær
breytingar, sem vatnið veldur á bergi,
sem það streymir um. Þessar breytingar
kallast ummyndun. Leidd eru rök að
þvi að efnajafnvægi ríki í jarðhitakerf-
um milli efna i vatni og ummyndunar-
steinda.
Styrkur uppleystra efna i jarðhita-
vatni á íslandi er allt frá um 150
mg/lítra til 32000 mg/lítra. Nokkuð
greinileg tilhneiging er til þess, að vatn,
sem kemur fram í kvarteru bergi og í
gosbeltunum nálægt ströndum lands-
ins, innihaldi meira af uppleystum efn-
um — þ. e. sé saltara — en jarðhitavatn,
sem kemur upp i tertíeru bergi og langt
inni i landi. Talið er, að meiri selta
jarðhitavatnsins i grennd við strendur
landsins og i fremur ungu bergi eigi
rætursínar að rekja til þess, að sjór leki
inn í berggrunninn og blandist þar að
meira eða minna leyti fersku grunn-
vatni, heitu. Á Reykjanesi á suðvestur-
horni landsins, er jarðhitavatnið upp-
hitaður sjór.
Við stöðuga upphleðslu hraunlaga og
annarra gosefna minnkar vatnsleiðni
þeirra laga, sem undir verða, með tím-
anum vegna samþjöppunar við fergingu
og útfellingu ýmissa steinda i holur og
sprungur. Þannig er kvartert berg og
hraun frá nútíma (yngstu berglögin) á
heildina lítið lekari en tertíert basalt.
Land er víða tiltölulega lágt, þar sem
kvartert berg og gosbeltin liggja að sjó.
Minnkar það líkur þess, að tiltölulega
há staða grunnvatnsflatar spyrni móti
flæði sjávar inn í berggrunninn. Talið
er, að samspil þessa tveggja þátta, hæð-
ar lands og lektar berggrunnsins, ráði
mestu um, hversu auðveldlega sjór
streymir inn í berggrunn landsins og
hversu salt jarðhitavatn getur orðið ná-
lægt ströndunum.
I Töflu I er sýnt efnainnihald jarð-
hitavatns frá ýmsum stöðum í landinu.
Sýnir taflan hversu breytilegur styrkur-
inn er fyrir hin ýmsu uppleystu efni.
Jarðhitavatn veldur ummyndun
(myndbreytingu) á því bergi, sem það
kemst í snertingu við. Ur ummyndun-
inni má lesa sögu jarðhitakerfisins.
Breytingarriar, sem ummyndunin end-
urspeglar, eru margþættar. í fyrsta lagi
er um að ræða eyðingu á upphaflegum
steindum bergsins og myndun nýrra. í
öðru lagi getur heita vatnið flutt með sér
ýmis efni, lengri eða skemmri vega-
Náttúrufræðingurinn, 50 (3—4), 1980
189