Náttúrufræðingurinn - 1981, Qupperneq 48
lengdir, og valdið þannig breytingum á
efnasamsetningu upprunabergsins. Á
sama hátt geta orðið breytingar á upp-
runalegum hlutföllum ýmissa ísótópa í
bergi því, sem fyrir ummyndun verður.
Þegar steindir myndast við útfellingu
úr jarðhitavatni lokast oft svolítið af
jarðhitavatninu inni í steindinni og
myndar vökvabólu. Athugun á vökva-
bólum getur veitt vitneskju um mynd-
unarhitastig steindarinnar og seltu
jarðhitavatnsins, sem steindin myndað-
ist úr.
Einstök jarðhitakerfi verða, að því er
vitneskja nær, hundruð þúsunda til
milljón ára gömul. Á þessu langa tíma-
bili er hitaástand breytilegt á hverjum
stað í jarðhitakerfinu. Fyrst í stað verður
upphitun, en síðar kólnun. Margar um-
myndunarsteindir myndast eingöngu á
fremur takmörkuðu hitastigsbili. Við
ummyndun samfara upphitun getur
röð efnahvarfa átt sér stað, sem valda
eyðingu sumra ummyndunarsteinda og
myndun nýrra. Við kælingu er eyðibg
ummyndunarsteindanna tregari en við
upphitun, en þó vissulega til staðar.
Mætti nefna þá breytingu viðsnúna eða
bakhverfa ummyndun. Vegna þess
hversu viðsnúin ummyndun er treg, má
lesa út úr ummyndun í gömlu bergi
verðmæta vitneskju um kulnuð jarð-
hitakerfi. I þessum útkulnuðu kerfum
hafa roföflin opnað möguleika til að
skoða innviðu þessara jarðhitakerfa á
handhægan hátt. Samanburður við virk
jarðhitakerfi hefur gildi fyrir skilning á
eðli vatnsæða i Jreim síðarnefndu og
tengslum æðanna við jarðmyndanir.
MYNDUN NÝRRA STEINDA I
VIRKUM JARÐHITAKERFUM
Ummyndun og steindabreytingar af
völdum jarðhitavatns hafa talsvert verið
rannsakaðar á íslandi. Brautryðjenda-
starf á þessu sviði vann Guðmundur E.
Sigvaldason (1963), en hin síðari ár hafa
aðrir lagt þar hönd á plóginn (Hrefna
Kristmannsdóttir 1975, 1976, 1978;
Hrefna Kristmannsdóttir og Jens
Tafla I. Efnagreiningar af jarðhitavatni á Islandi, sem sýnir þann breytileika, sem
Iceland showing the known variation in salinity. Concentrations in ppm.
Hiti °C pH/°C n m/°C 5t02 B Na K Ca Mg
1 Reykjanes, borhola 8a 283 5.34b 0.2/20 516 7.13 9117 1406 1394 1.18
2 Námafjall, borhola 8C 246 6.75b 13.7/20 378 1.40 131.3 20.35 3.83 0.07
3 Krafla, borhola 9d 240 6.86b 11.1/20 486 0.60 163.8 24.50 2.15 0.05
4 Hverageröi, borhola 4e 181 7.00b 13.2/20 271 0.60 147.7 12.91 1.67 0.002
5 Leirá, borhola 4f 128 6.94/11 8.5/20 237 0.21 244.2 27.60 15.40 0.66
6 Reykjavík, borhola 1 lc 129 9.44/20 40.0/20 148 0.05 57.1 2.60 2.56 0.024
7 Seltjarnarnes, borhola 4e 114 8.62/20 4.2/20 112 0.24 355.5 10.00 139.0 0.10
8 Ólafsfjörður, borhola 3e 67 10.08/20 61.0/20 86 0.04 37.0 0.61 2.39 0.002
9 Laugaland, borhola 7g 93 9.68/20 45.5/20 96 0.14 51.0 1.46 2.88 0.064
10 Hrólfsstaðir, Skagafirði 18 9.91/23 100.0/20 30 0.05 23.8 0.09 1.28 0.007
11 Gjögur, Strandasýslu 72 7.10/11 1.3/20 49 0.37 716 17.30 759.0 3.68
12 Deildartunguhverh 100 9.20/20 27.8/20 128 0.26 71.7 2.54 3.10 0.06
13 Vaðmálahver, Árness. 100 9.10/21 28.6/20 153 0.38 79.4 2.72 1.96 0.07
14 Geysir 72 9.36/22 9.9/20 486 0.95 248.2 26.2 0.76 0.002
“Borholan er nýtt fyrir sjóefnaverksmiðjuna á Reykjanesi. bÚtreiknað pH fyrir skráð hitastig.
cBorholan er notuð fyrir Kísiliðju og rafstöð Laxárvirkjunar i Bjarnarflagi. dBorholan er
notuð fyrir Kröfluvirkjun. cBorholurnar eru nýttar fyrir viðkomandi hitaveitur. 'Þessi hola
190