Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 52
nýtt stig ummyndunar. Ummynduðu
bergi er skipt í fés (facies) eftir um-
myndunarsteindunum. Á háhitasvæð-
um tilheyrir ummyndunin yfirleitt
grænskífufési og markar aktínólít neðsta
hluta þess. Með vaxandi hitastigi tekur
amfíbólítfés við af grænskífufési. Sú
skýring hefur verið sett fram, að bergið,
sem myndar lag 3 í jarðskorðunni undir
íslandi samkvæmt skýrgreiningu jarð-
sveiflumælinga, sé myndbreytt berg af
amfíbólítfési (Guðmundur Pálmason
1971).
BREYTINGAR Á EFNASAM-
SETNINGU OG ÍSÓTÓPA-
HLUTFÖLLUM VIÐ UMMYNDUN
Verulegar breytingar geta orðið á
styrk ýmissa efna í basalti, sem verður
fyrir jarðhitaummyndun. Þær eru þó
fyrst og fremst bundnar við háhita. Ber
sérstaklega að nefna vatn, brennistein
og kolefni. Aukning getur orðið veruleg
á styrk þessara efna, einkum í upp-
streymi, þar sem suða á sér stað. Ymis
sporefni skolast að miklu leyti út úr
berginu við ummyndun. Má þar nefna
klór. Það skal þó játað, að upplýsingar
um þetta efni eru af skornum skammti.
Að þvi er varðar öll aðalefni i basisku
bergi verða ekki miklar breytingar á
hlutfallslegum styrk þeirra við um-
myndun. Þó getur orðið nokkur aukn-
ing á kísli í uppstreymi undir háhita-
svæðum. Orsakast hún af útfellingu á
kvarsi eða ópal vegna suðu. Sömuleiðis
er vitað um verulega aukningu á styrk
kalís í ummynduðu bergi á Reykjanesi.
Stafar hún af útfellingum, líklega á
kalífeldspati, úr hinum tiltölulega kalí-
auðuga jarðsjó (Sveinbjörn Björnsson
o. fl. 1972).
Einar Gunnlaugsson (1977) hefur
—i—
300
l.mynd. Styrkur brennisteins i ummynd-
uðu bergi úr borholum af nokkrum jarð-
hitasvæðum. Frá Einari Gunnlaugssyni
(1977). — The concenlralion of sulþhur in
hydrothermally allered rocks from drillholes in
several geolhermal fields. From Gunnlaugsson
(1977).
athugað sérstaklega styrk brennisteins í
fersku og ummynduðu basalti á ísalndi.
í fersku basalti, sem ekki hefur misst úr
sér uppleystar lofttegundir i cldgosi, er
styrkur brennisteins nálægt 800 mg/kg.
Hins vegar er hann allt að 5% (50.000
mg/kg) í bergi ummynduðu við háliita
(1. mynd). I þessu ummyndaða bergi er
brennisteinninn að mestu bundinn í
brennisteinskís. Á Reykjanesi og í
Svartsengi er þó verulegur hluti bund-
inn í anhýdríti. Styrkur brennisteins (að
mestu súlfíð) í jarðhitavatni eykst mjög
með hitastigi. Suða leiðir til þess, að
nokkrar steindir, sem innihalda brenni-
stein (fyrst og fremst brennisteinskís og
pýrrhótít) falla út. Kæling hefur áhrif í
194