Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 54
Jarðhitavatn
2. mynd. Einfaldað þversnið af háhitasvæði, sem lýsir tilurð gufuhvera og súrs yfirborðs-
vatns. — Schemalic section through a high-temperature geothermal field showing the origin of steam vents
and acid surface waters.
yfirborðsvatns. Þetta súra vatn er
blanda af köldu yfirborðsvatni og gufu.
I gufunni eru ýmsar lofttegundir, þar á
meðal brennisteinsvetni. Vatnið verður
súrt við það, að brennisteinsvetnið í
gufunni oxast í brennisteinssýru. Ein-
faldað þversnið af háhitasvæði er sýnt á
2. mynd, þar sem m. a. er útskýrð tilurð
súrs, heits yfirborðsvatns.
Súr yfirborðsummyndun er stað-
bundin og verður helst þar sem verulegt
gasútstreymi er og nær hún yfirleitt ekki
niður á meira en fárra metra dýpi. Hún
leiðir til mun meiri breytinga á upp-
runaberginu en ummyndun í berg-
grunni, sérstaklega að því er varðar
breytingar á efnasamsetningu. Guð-
mundur E. Sigvaldason (1959) athugaði
á sínum tíma ummyndun af þessu tagi,
en einnig Stefán Arnórsson (1969), að
því er varðar ýmis sporefni.
Súra vatnið skolar að mestu út alkalí-
(natríum og kali) og jarðalkalímálmun-
um (kalsíum og magníum) úr berginu
við ummyndun, auk þess einhverju af
kisli og áli og breytilegu magni af járni.
Títan verður að mestu eða alveg eftir.
Styrkur þessi eykst því, vegna þess að
önnur efni flytjast burt. Títan er bundið
í steindinni anatas, sem hefur samsetn-
inguna Ti02. A frumstigi ummyndunar
er leir af montmórillonítgerð yfirgnæf-
andi, en einnig er að finna hematít og
kalsít. Með aukinni útskolum breytist
montmórillonítið í aðra leirsteind,
kaólínít, sem geymir ekki aðra málma
að ráði, nema ál. Við þessa breytingu
breytist litur leirsins úr brúnum yfir í
196