Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 55
ljósan, jafnvel hvítan. Kísillinn er að
mestu bundinn í steindinni ópal. Yfir-
leitt hefur allmikill brennisteinn bæst
við bergið við ummyndunina. Hann er
að mestu óbundinn, en að hluta sem
gips (CaS04 • 2H.,0) og brennisteinskís
(FeS,). Urmull örsmárra kristalla af
brennisteinskís gefur leirnum oft dökk-
gráan lit. Er hann oft þannig við gufu-
augu eða í leirhverum. Fjær útstreymis-
opunum verður hreinn brennisteinn
fremur ráðandi og enn fjær gips.
Brennisteinninn er fullkomlega oxaður í
gipsinu. Þar sem það er að finna slær oft
rauðum lit á leirinn vegna hematíts, sem
er súrefnissamband af þrígildu járni.
Eins og sést á 3. mynd vex styrkur
brennisteinsvetnis mjög í jarðhitavatni
með hitastigi þess. Af því leiðir, að
styrkur brennisteinsvetnis í gufu í gufu-
augum verður því meiri sem hitastigið í
undirliggjandi jarðhitageymi er hærra.
Af þessum ástæðum má búast við, að
útfelling brennisteinssambanda verði
því meiri við yfirborð sem hitastigið
niðri er hærra. Mestra útfellinga er að
vænta við aðaluppstreymissvæðin.
Leiðir það af því, að útfellingar á súlf-
íðum eiga sér stað í berggrunninum
samfara suðu og kælingu. Sé leiðin til
yfirborðs löng tapast tiltölulega meiri
brennisteinn á leiðinni samanborið við
ört uppstreymi. Þessa einföldu rök-
semdafærslu er vert að hafa í huga,
þegar gengið er yfir háhitasvæði, því
með henni má með verulegu öryggi
staðsetja aðaluppstreymissvæðin.
UMMYNDUNARSTEINDIR OG
EFNAINNIHALD
JARÐHITAVATNSINS
Af því að ummyndunarsteindir verða
til við efnahvörf rnilli jarðhitavatns og
bergs þess er vatnið streymir um, vaknar
sú spurning, hvort efnajafnvægi ríki
milli efna, sem eru uppleyst í vatninu,
og ummyndunarsteinda. Það er ekki
einfalt mál að finna út hvort svo er. Það
efnakerfi, sem um ræðir, er mjög flókið
og vitneskja um leysanleika hinna ýmsu
ummyndunarsteinda er af skornum
skammti. Ekki verður fjallað um efna-
jafnvægi að því er tekur til súrrar yfir-
borðsummyndunar, heldur aðeins um-
myndunar niðri í berggrunninum.
Við athugun á efnagreiningum í
Töflu I verður varla séð, að mikillar
reglu gæti í innbyrðis hlutföllum ein-
stakra efna. ,,Regla“ i efnainnihaldi
vatnsins verður ekki auðsæ fyrr en at-
huguð er virkni (activity) hinna ýmsu
efnasambanda, sem eru í lausn.
Efnagreiningar á jarðhitavatni veita
yfirleitt aðeins vitneskju um styrk hinna
ýmsu efna í lausn. Efnagreiningin segir
því ekki til um — með nokkrum und-
antekningum þó — hvers konar efna-
sambönd hin ýmsu efni í lausn mynda.
Þannig mætti nefna, að kalsíum er að
hluta til sem óbundin jón i lausn
(Ca+2), en myndar að hluta til efna-
sambönd með hydroxíði og öðrum efn-
um eða efnasamböndum, t. d. CaCO°
og CaSO°. Efnasamböndum í lausn má
skipta í þrjá flokka. I fyrsta lagi eru
efnasambönd, sem eru mjög stöðug, t. d.
S042 í öðru lagi jónapör, svo sem NaC.l''
og í þriðja lagi óbundnar jónir eins og
Na+. Sú almenna regla gildir, að til-
hneiging óbundinnar jónar til að
mynda efnasambönd eða jónapör í
lausn vex með hækkandi hitastigi og
aukinni seltu og verður því meiri sem
jónin er minni og hleðsla hennar stærri.
Utreikningur á styrk efnasambanda í
lausn byggist á efnagreindum styrk
197