Náttúrufræðingurinn - 1981, Qupperneq 61
það sér ekki sem sjálfstætt efni. Sem
dæmi má nefna flúor (F) fyrir jarðhita-
kerfi i basísku bergi. Flúor virðist vera í
jónaskiptajafnvægi við hydroxíð (OFI),
sem gengur inn í einhver siliköt (ekki er
vitað hver þau eru) og telst af þeim sök-
unt vera sama efnið og súrefni,. Aðal-
frumefni önnur en flúor haga sér sem
sjálfstæð efni í jarðhitakerfum í basísku
bergi. í samræmi við þetta ættu að vera
10 ummyndunarsteindir í jarðhitakerf-
um við hvert hitastig. Þessu er öðruvísi
farið, þegar unt súrt berg er að ræða, þar
sem flúor myndar sjálfstæða steind,
flúorít. Því mætti búast við 11 jarðhita-
steindum í ummynduðu súru bergi.
UMRÆÐA
Nokkrar mikilvægar ályktanir má
draga af niðurstöðunum í kaflanum hér
á undan. I fyrsta lagi má líta svo á, að öll
klórlaus og óhlaðin efnasambönd i
jarðhitavatni séu hugsanlegir efnahita-
mælar. Sama er að segja um hlutföll
allra uppleystra jóna, að klór og efna-
samböndum þess undanskildum. Þau
efnasambönd, sem hins vegar duga sem
efnahitamælar, verða að uppfylla
nokkur viðbótarskilyrði. Það verður að
vera unnt að efnagreina efnasamböndin
með góðri nákvæmni, efnahvörf verða
að vera hæg í uppstreymisrásum, þar
sem kæling á sér stað, þannig að kæl-
ingin breyti litið styrk viðkomandi efna
og sú nálgun verður að eiga sæmilega
við, að efnagreindur styrkur efnis sé
svipaður virkni þess efnasambands, sem
um ræðir. Þá verður auðvitað að verða
veruleg breyting á styrk efnasambands-
ins með hitastigi. Með þessa vitneskju
að bakhjarli virðist vænlegt að sann-
reyna, hvort hlutföll við ýmis sporefni
geti ekki reynst góðir efnahitamælar
eins og t. d. Li + /Na+ og K + /Rb + .
Lofttegundirnar kolsýra, brennisteins-
vetni og vetni gætu líka reynst áhuga-
verðar í þessu sambandi. Samfara kæl-
ingu í uppstreymisrásum endurnýja
efnahvörf sig þó tiltölulega fljótt fyrir
þessar lofttegundir. Væri hugsanlega
vænlegra að notfæra sér styrk þeirra í
gufu, en hann breytist mjög hratt með
hitastigi í vatninu, sbr. 3. mynd, og þar
með í gufunni.
Sú ummyndun, sem sést í bergi, hefur
orðið til á löngum tíma og ekki endilega
við sama hitastig. Þar sem oft er enn
rnikið óeytt af frumsteindum basaltsins,
er ljóst, að bergmassinn sem slíkur hefur
ekki allur náð að verða hluti af þvi
jarðhitakerfi, sem efnajafnvægi ríkir í.
Með samanburði má álykta, að um-
myndunarsteindir, sem eitt sinn nafa
myndast, hafi ekki náð að eyðast aftur
við seinni og breytt hitaskilyrði. Gæti
það leitt til þess, að ummyndunar-
steindir væru fleiri en leyfilegt væri
samkvæmt fasareglunni. Væri vafalaust
gagnlegt að notfæra sér niðurstöðurnar í
síðasta kafla við túlkun á ummyndun og
um leið finna út, hvort einhverjar um-
myndunarsteindir, og þá hverjar, eru
ckki hluti af ríkjandi jarðhitakerfi.
ÞAKKARORÐ
Að þvi er varðar uppleyst efni í vatni,
byggir þessi grein á rannsóknum, sem
Vísindasjóður veitti styrk til. Fróða
Hjaltasyni og Kristínu Völu Ragnars-
dóttur er þakkað framlag við efnagrein-
ingar vatnssýna og Orkustofnun fyrir að
annast teikningu mynda.
203