Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 64
Stefán Arnórsson:
Jarðefnafræði og jarðhitarannsóknir
INNGANGUR
Jarðhitarannsóknir, sem beinast að
því að undirbúa vinnslu jarðhita, skipt-
ast í fjóra þætti. Þeir eru (1) frumrann-
sókn, (2) rannsóknarboranir, (3)
reynsluboranir og prófanir og (4)
vinnsluboranir. Jarðefnafræði, ásamt
mörgum öðrum vísindalegum og
tæknilegum fræðigreinum, skipta máli
fyrir þessa fjóra rannsóknarþætti.
Sveinbjörn Björnsson (1980a) hefur
nýlega sett fram áfangaskipta áætlun
um undirbúning að virkjun háhita-
svæða. Gerir fiann ráð fyrir fjórum
áföngum. Svarar sá fyrsti (forathugun)
til tveggja fyrstu þáttanna hér að ofan
(frumrannsókn og rannsóknarboranir).
Þriðji og fjórði þátturinn hér að ofan
svara alveg til áfanga tvö og þrjú hjá
Sveinbirni. Síðasti áfanginn í áætlun
Sveinbjörns varðar ekki rannsóknir,
hcldur hönnun virkjunar og undirbún-
ing framkvæmda.
Mörkin milli hinna fjögurra þátta i
rannsókn jarðhitasvæða eru ekki alltaf
glögg. Sömuleiðis er umfang hvers
þáttar verulega háð þeirri nýtingu, sem
fyrirhuguð er. Oft er það svo, að niður-
stöður rannsóknarborana, sem koma í
kjölfar frumrannsóknar, gefa tilefni til
frekari frumrannsóknar.
Nýting á lághitasvæðum er víða í svo
smáum stíl, að heitavatnsþörfinni getur
verið fullnægt með borun einnar holu. I
slíkum tilfellum á frumrannsóknarþátt-
urinn fyllilega við, en hinir þrír renna
saman í einn. Þegar kröfur um vatns-
og/eða gufuvinnslu eru verulegar, eins
og t. d. fyrir Kröfluvirkjun og Hitaveitu
Akureyrar, er litið svo á, að rannsókn-
arborunum ljúki, þegar þær hafa gefið
nægilega vitneskju fyrir rökstudda stað-
setningu á líklegu vinnslusvæði. Yfir-
leitt er eðlilegt að leggja í rannsóknar-
boranir fyrst, þegar/ef frumrannsókn
hefur gefið vitneskju — óbeina að vísu
— um tilvist jarðhitakerfis með hita-
stigi, sem fullnægir tilsettum kröfum.
Þriðji þátturinn, reynsluboranir,
miðar að því, að afla meira vatns eða
gufu á hinu líklega vinnslusvæði og
prófa vinnslueiginleika þess. Þessi jaátt-
ur veitir nauðsynlega vitneskju fyrir
hönnun og hagkvæmni virkjunar og
skapar Jiar með grundvöll fyrir ákvörð-
un um virkjun. Þegar ný hola er boruð
dýpra en aðrar á hinu líklega vinnslu-
svæði ber að líta á þá borun sem rann-
sóknarborun, þó svo að reynsluboranir
séu hafnar. Sama er að segja um boranir
utan marka Iíklegs vinnslusvæðis, en
það eru niðurstöður rannsóknarborana,
sem fyrst og fremst eru lagðar lil
grundvallar viö skýrgreiningu á hinu
líklega vinnslusvæði.
Vinnsluboranir koma í kjölfar
Náttúrufræðingurinn, 50 (3 — 4), 1980
206