Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 65
ákvörðunar um virkjun og miða að því,
að afla viðbótargufu eða vatns, sem
virkjunin jrarfnast.
Oft hefur verið ritað um hlutverk
jarðefnafræði í jarðhitaleit, þ. e. við
frumrannsókn. Má þar nefna greinar
eftir White (1970), Ellis (1970), Guð-
mund E. Sigvaldason (1973), Truesdell
(1975), Mahon (1975), Fournier (1977)
og Ellis og Mahon (1977). Browne (1978)
hefur ritað um þann hátt jarðefnafræði,
sem flokkast undir athugun á um-
myndun. Ekki er vitað um nema eina
heimild, þar sem tilraun er gerð til þess
að útlista hlutverk jarðefnafræði við alla
rannsóknarþættina (Stefán Arnórsson
1979a) og tekur hún þó aðeins til vatns-
efnafræði. í þeirri grein, sem hér fer á
eftir, er gerð tilraun til þess að draga
saman í aðalatriðum tilgang og urnfang
jarðefnafræðirannsókna, sem hafa það
að stefnumarki að undirbúa vinnslu
jarðvarma. Er fyrst og fremst miðað við
íslenskar aðstæður.
Að því er varðar jarðhitarannsóknir
má skipta jarðefnafræði í tvö svið. Ann-
ars vegar er athugun á efnasamsetningu
heita vatnsins og gastegunda, hins vegar
athugun á ummyndun, sem verður á
bergi fyrir áhrif vatnsins og leiðir til
þess, að upprunalegar steindir í berginu
eyðast að meira eða rninna leyti, en
aðrar koma í staðinn.
Það er jafnan svo, að sami sérfræð-
ingurinn fæst ekki við athugun á um-
myndun og efnainnihaldi jarðhitavatns.
Veldur því yfirleitt, að þjálfun sem
varðar þessi tvö svið er allfrábrugðin. Sá
sem kannar ummyndunina gerir venju-
lega jafnframt bergfræðilega athugun á
jarðlögum. Ekki verður þó lögð of rík
áhersla á það, að túlkun á ummyndun
og efnasamsetningu jarðhitavatnsins er
mjög samtvinnuð og verður ekki vel
gerð nema til komi ítarleg þekking á
báðum þessum sviðum.
1 Töflu I eru dregin saman viðfangs-
efni jarðefnafræði til undirbúnings
jarðhitavinnslu. Nánari grein er gerð
fyrir hverju viðfangsefni fyrir sig í eftir-
farandi köflum.
FRUMRANNSÓKN
Uppruni vatnsins og megin rennslisstefnur
Vitneskja um uppruna jarðhita-
vatnsins hefur gildi að því er varðar út-
reikninga á vatnsbúskap jarðhitakerfa.
Vinnsla heits vatns eða gufu takmarkast
m. a. við það vatnsmagn, sem sígur nið-
ur í jörðina á vatnasviði viðkomandi
jarðhitakerfis. Það magn, sem sígur
niður, ákvarðast af úrkomumagni að
frádregnum þeim hluta hennar, sem
gufar upp eða rennur af á yfirborði.
Athugun á vetnis- og súrefnisísótópa-
innihaldi jarðhitavatns hér á landi gefur
til kynna, að það sé regnvatn að upp-
runa (Gunnar Böðvarsson 1962, Bragi
Arnason 1976), nema á Reykjanesskaga,
þar sem verulegur hluti vatnsins er sjór
að uppruna en afgangurinn regnvatn
(Bragi Arnason 1976). Samskonar nið-
urstöður hafa fengist erlendis (Craig
o. fl. 1956, Ellis og Mahon 1977). Mæl-
ingar á tvívetnisinnihaldi í jarðhita-
vatni hafa mikið verið notaðar til þess
að meta meginstefnur heitra grunn-
vatnsstrauma (Bragi Árnason 1977a).
Heildarmyn'din er sú, að rennsli eigi sér
stað frá hálendi landsins í átt til strand-
ar. Á einstaka stöðum, kannski flestum
háhitasvæðunum, virðist jarðhitavatnið
vera staðbundið regnvatn (sjá mynd í
grein Sveinbjörns Björnssonar 1980b).
207