Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 66
TAFLA I. Jarðefnafræðileg viðfangsefni við jarðhitarannsóknir og nýtingu.
FRUMRANNSÓKN
1. meta uppruna vatnsins og megin rennslisstefnur,
2. áætla hitastig í jarðhitakerfinu,
3. greina efni í köldu grunnvatni á svæðinu,
4. athuga blöndun við kalt vatn í uppstreymisrásum,
5. kortleggja útbreiðslu jarðhitakerfa,
6. meta staðbundnar rennslisstefnur,
7. skýrgreina — eftir því sem unnt er — styrk efna í vatni í jarðhitakerfinu með tilliti til
fyrirhugaðrar nýtingar,
8. skýrgreina — að því er varðar vatnsefnafræðina — hugsanleg umhverfisáhrif af fyrir-
hugaðri nýtingu,
9. gera fyrsta Iíkan af jarðhitakerfinu (í tengslum við aðrar rannsóknaraðferðir).
RANNSÓKNARBORANIR
1. ákvarða styrk efna í djúpvatni með tilliti til fyrirhugaðrar nýtingar,
2. áætla hita æða, sem veita vatni inn í holur,
3. meta ótruflað hitaástand í berggrunni,
4. fá mynd af vatnsstreymi i berginu og legu vatnsæða,
5. finna út hversu efni djúpvatns ráðast af efnajafnvægjum við steindir i berginu,
6. meta hvort suða og aðgreining vatns og gufu i berginu hafi áhrif á efni í borholuvökva,
7. endurmeta staðbundnar rennslisstefnur,
8. skýrgreina hugsanleg vandamál vegna útfellinga og tæringar,
9. endurskoða hugsanleg umhverfisáhrif af fyrirhugaðri nýtingu,
10. gera líkan fyrir jarðhitakerfið.
REYNSLUBORANIR OG PRÓFANIR
1. vinna áfram að atriðum 1 til 7 í þættinum rannsóknarboranir og endurbæta fyrri
niðurstöður,
2. athuga hvort breyting verði á styrk efna i vatni (og gufu) úr einstökum borholum
samfara langtimaprófunum,
3. taka þátt i prófunum varðandi útfellingar og tæringu,
4. taka þátt i athugun á aðferðum við losun affallsvatns,
5. láta i té efnafræðileg gögn um samsetningu vatns (og gufu) úr borholum, sem varða
hönnun mannvirkja,
6. endurskoða og bæta likan af jarðhitakerfinu.
VINNSLUBORANIR OG VINNSLA
1. halda áfram athugunum á atriðum 2 til 6 í þættinum um reynsluboranir og prófanir,
2. fylgjast með hugsanlegum breytingum á styrk efna í vatni (og gufu) úr borholum.
Æskilegt virðist að tengja niðurstöður
ísótópaathugana við grunnvatnsfræði
og vatnsbúskap meira en gert hefur
verið til þessa. Mætti t. d. með slíkri
tengingu reyna að átta sig á vatnsbú-
skap Torfajökulssvæðisins og þar með
hámarksvinnslugetu þess svæðis út frá
þeim sjónarhóli. Einnig væri t. d.
áhugavert að meta á sama hátt vatns-
búskap á norðanverðum Tröilaskaga. Á
208