Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 69
Efm í köldu grunnvatni
Vitneskja um efni í köldu grunnvatni
á svæðum, sem rannsökuö eru með
jarðhitanýtingu í huga, hefur tvíþætt
gildi. Annars vegar er hún hjálpleg við
túlkun viðnámsmælinga og hins vegar
við áætlun á hita í berggrunni með
efnahitamælum, þegar blöndun á sér
stað í uppstreymisrásum. Verður vikið
að þeim þætti síðar.
Eðlisviðnám í berggrunni er háð seltu
vatnsins í berginu auk vatnsmagns og
hita (sjá Axel Björnsson 1980). Á Suð-
urlandsundirlendinu neðanverðu, milli
Þjórsár og Ölfusár, er eðlisviðnám í
berggrunni á 300 metra dýpi á bilinu
20—100 ohm-metrar (Valgarður Stef-
ánsson og Stefán Arnórsson 1975).
Hliðstætt eðlisviðnám mælist oft í ár-
kvarterum og tertíerum berggrunni, þar
sem hiti getur verið allt að 100°C. Talið
er, að hið tiltölulega lága eðlisviðnám á
neðanverðu Suðurlandsundirlendi eigi
rót sína að rekja til fremur salts grunn-
vatns á svæðinu og er seltan af sjávar-
uppruna. Vert er þó að benda á, að
poruhluti bergsins, sem er háður gerð
þess og aldri, gæti ráðið hér nokkru um
(Ingvar Birgir Friðleifsson 1975). Þann-
ig er eðlisviðnám tiltölulega hæst á
svæði vestan Þjórsár í árkvarteru bergi
af Hreppamynduninni svonefndu.
Fyrir jarðhitarannsóknir hérlendis
sýnist mikilvægast að afla vitneskju um
efni í köldu grunnvatni, þar sem svo
hagar til, að láglendi teygir sig verulega
inn í landið frá sjó. Slík vitneskja fæst
með sýnatöku úr uppsprettum, brunn-
um og grunnum borholum. Nauðsyn-
legt er einnig að taka sýni af yfirborðs-
vatni (tjarnir, lækir upprunnir á svæð-
inu) fyrir athugun á hugsanlegri blönd-
un 1 uppstreymisrásum jarðhitavatnsins.
Blöndun í uppstreymisrásum
Jarðhitavatn í uppsprettum er oft
blanda af djúpvatni og köldu yfirborðs-
eða grunnvatni. Til þess að áætla hita í
undirliggjandi jarðhitakerfi með notk-
un efnahitamæla, þegar blöndun hefur
átt sér stað, er nauðsynlegt að ákvarða
hver hluti jarðhitavatnsins er í blönd-
unni. Athugun á blöndun í uppstreym-
isrásum getur verið gagnleg til þess að
skýra breytilegt efnainnihald í laugum
og hverum innan sama jarðhitasvæðis.
Truesdell og Fournier (1975) og Four-
ni'er (1977) hafa athugað rækilega
notagildi ,,blandlikana“ við að áætla
hita í jarðhitakerfum.
Hérlendis er hentugast að aðgreina
blandað og óblandað jarðhitavatn á
því, að hið fyrrnefnda hefur tiltölulega
lágt sýrustig, lágt klórinnihald, en hátt
súlfatinnihald miðað við mældan hita
vatnsins.
Blöndun á jarðhitavatni við kalt
grunnvatn virðist algeng á jöðrum
aðaluppstreymissvæða á mörgum lág-
hitasvæðum og á jöðrum háhitasvæða.
Má þar nefna svæðið umhverfis Reyk-
holt í Biskupstungum, Námafjallssvæð-
ið og Landmannalaugar í jaðri Torfa-
jökulssvæðisins. Eins og fram kemur hjá
Stefáni Arnórssyni o. fl. (1980a) er há-
hitavatn tiltölulega rikt af kolsýru og
brennisteinsvetni. Blöndun, sem hindr-
ar suðu á háhitavatninu, leiðir til
myndunar ölkelduvatns (allt ölkeldu-
vatn er þó ekki upprunnið á þennan
hátt), sem er tiltölulega ríkt af súlfati.
Blöndun hefur í för með sér hækkandi
oxunarstig og þar með oxun á brenni-
steinsvetni í súlfat. 1. mynd sýnir áætlað
hitastig á Námafjallssvæðinu og við
Reykholt í Biskupstungum, sem fengið
er út frá blönduðu vatni í jaðri svæð-
211