Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 70
í l.mynd. Hitastig i jarð-
~ hitakerfunum við Náma-
a fjall og Reykholt í Bisk-
400 upstungum áætlað út frá
kísli og hitastigi í upp-
sprettuvatni, sem er blanda
| af köldu vatni og jarðhita-
ir vatni. Kalsedón ferillinn
cr
svarar til heildarstyrks
uppleysts kísils og sýrustig
300 samsvarandi 106 ppm af
Na+ (sjá Stefán Arnórsson
(1980) til frekari skýring-
ar). Mestur mældur hiti í
borholu i Námafjalli er um
300°C, en í Reykholti
133°C — Underground tem-
200 peratures in the Námafjall and
Reykholl in Biskupstungur
geothermal systems as esti-
mated from the silica content
and temperatures of spring
waters of mixed origin. The
chalcedony solubility cuwe
corresponds to the total dissol-
ved silica and pH corresponding
with 106 ppm Na+ (see Arn-
órsson, 1980 for further ex-
planation). Maximum down-
hole temperatures in wells at
Námafjall and Reykholt are
100
about 300°C and I33°C.
anna. Aðferðinni við áætlun hitastigsins
er lýst af Stefáni Arnórssyni (1980). Að
því er varðar Námafjall gefur niöur-
staðan til kynna, að blöndun verði við
soðið afrennslisvatn frá háhitasvæðinu.
Blöndun í uppstreymisrásum getur
átt sér stað við lárétt eða lóðrétt rennsli i
berggrunni. Ef hún á sér stað við lárétt
rennsli má búast við, að hitastig, sem
fengist við borun við uppsprettu yrði
ekki hærra en það, sem er á blöndunni,
en það getur verið nokkrum tugum stiga
lægra en efnahitamælar gefa til kynna
(Stefán Arnórsson 1975). Ef blöndun
verður á hinn bóginn í lóðréttu streymi
má búast við því, að borhola staðsett við
uppsprettu fari í gegnum það svæði,
sem blöndun verður á, og lendi i hærri
hita en efnahitamælarnir gefa til kynna.
Ef til vill verður hitastigið svipað og
fengist með áætlun út frá ,,blandlíkön-
um“. Ef vatnsefnafræði gefur til kynna,
að blöndun við kalt vatn hafi átt sér stað
í uppstreymisrásum, ætti að leggja sér-
staka áherslu á könnun á jarðlagabygg-
ingu svæðisins fyrir skynsamlega stað-
setningu borhola. Vitneskju um jarð-
lagabyggingu ætti fyrst og fremst að afla
212