Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 75
er þá viö því að búast, að hitastig í
jarðhitakerfinu sé hærra en mælist við
innstreymið. Byggist það á því, að jafn-
vægi við kvars nálgast hraðar við kæl-
ingu en jafnvægi við feldspöt. Þó mun
þessi hraði háður seltu. í vatni með lítið
af uppleystum efnum (jónískur styrkur
minni en 0.01) virðist útfelling kvars
tregari en við hærri seltu og hliðrun
samfara kælingu er u. þ. b. jafnhröð
fyrir kísil- og katjónahitamælana (Stef-
án Arnórsson 1977). Þegar um er að
ræða fremur salt vatn, eins og t. d. í
Svartsengi (jónískur styrkur 0.4) svara
katjónahitamælarnir ekki kælingu um
10°C, sem verður við streymi að grunn-
um holum á svæðinu, þótt kísilhita-
mælirinn geri það fyllilega (Stefán
Arnórsson 1979a).
Mat á ótrufluðu hitastigi í berggrunm
Það er háð hitastigi hvaða steindir
myndast, þegar berg ummyndast fyrir
áhrif jarðhitavatns. Athugun á um-
myndun bergs i jarðhitakerfum veitir
því vitneskju um hitaástandið i kerfinu
á mismunandi dýpi. Hitamælingar í
borholunni gefa oft ekki rétta mynd af
berghita á hverju dýpi, vegna þess að
vatn streymir oft milli æða, upp eða
niður holuna. Á háhitasvæðum, þar sem
hitastig er yfir 100°C, getur sjóðandi æð
valdið því, að hitastigið fyrir ofan hana
fylgi suðumarksferlinum, þ. e. vatnið er
alls staðar sjóðandi. Það eru ofan-
greindir annmarkar, sem nr. a. gefa
rannsókn á ummyndun gildi.
Ljóst er, að ummyndunarathuganir
hafa gildi við rannsókn á háhitasvæð-
um, en óvissara er, hvort svo sé með
lághitasvæðin, vegna þess að hitabreyt-
ingar eru ekki nægilegar til þess að
valda verulegum breytingum á um-
myndunarsteindum innan hvers svæðis.
Þegar jarðhitakerfi eldast og kólna
eyðast þær ummyndunarsteindir treg-
lega, sem mynduðust meðan hiti var
hæstur. Smásjárathugun og athugun á
efnajafnvægjum milli vatns og steinda
verða að leiða í ljós hvort og hvaða
steindir eru ekki í jafnvægi við ákveðið
hitastig.
Hrefna Kristmannsdóttir (1975,
1976), Hrefna Kristmannsdóttir og Jens
Tómasson (1976a, 1976b) og Jens
Tómasson og Hrefna Kristmannsdóttir
(1972, 1976) hafa öðrum fremur rann-
sakað jarðhitaummyndun hér á landi.
Með þvi að tengja saman dreifingu
ummyndunarsteinda og mælt hitastig í
borholum, jrar sem það er talið ótruflað
af vatnsrennsli, hefur Hrefna Krist-
mannsdóttir (1978) metið á hvaða hita-
bili ýmsar ummyndunarsteindir eru
stöðugar.
Niðurstöður athugana á ummyndun í
borholum á Kröflusvæðinu eru ágætt
dæmi um gildi slíkra athugana (Hrefna
Kristmannsdóttir o. fl. 1977a, 1977b,
1977c, 1977d, Jan Swantesson og
Hrefna Kristmannsdóttir 1978).
Steindina aktínólít, sem er talin mynd-
ast við og fyrir ofan 280°C, er fyrst að
finna á 700—1000 metra dýpi í borhol-
um 1, 3, 5, 6, 7, 9 og 10, sem allar eru
skammt vestan við Hveragil. I borholu
6, sem er syðst á núverandi borsvæði,
finnst þessi steind neðan 1500 metra
dýpis og í borholu 8, sem er vestast á
borsvæðinu, er þessa steind ekki að
finna, en holan er rúmlega 1600 metra
djúp. Samkvæmt ummynduninni er
niðurstaðan þvi sú, að 300°C heitt vatn
nái upp á rninnst dýpi skammt vestan
og í nágrenni Hveragils. Það svæði er
samkvæmt því aðaluppstreymissvæðið.
217