Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 77
á ummyndunarsteindum í berginu og
efnum í vatni og sjá hvort styrkur efna í
vatninu svarar til jafnvaegis við þær
steindir, sem finnast í ummyndaða
berginu.
Ahrif suðu á efni í horholuvökva
Vatn og gufa skiljast oft að við suðu í
vatnsæðum. Verður það fremur þar sem
vatnsleiðni bergsins er léleg og leiðir til
þess, að styrkur efna í borholuvökva
svarar ekki til styrks efna í ósoðnu
djúpvatni.
Breytingar vegna aðskilnaðar vatns
og gufu í vatnsæðum sýna sig í breyttum
varma borholuvökvans og breyttum
styrk efna í honum. Breyting á styrk
efna getur þó einnig orsakast af efna-
hvörfum við steindir í veggjum vatns-
rásarinnar samfara suðu og kælingu.
Breytingar til lækkunar eða hækkunar á
varma í borholuvökva leiða til lækkunar
á styrk gastegunda í gufunni.
Á 6 ára tímabili frá 1970 til 1975 hafa
athuganir í Námafjalli leitt í Ijós, að
styrkur kísils í vatni úr vinnsluholum
hefur stöðugt farið minnkandi, en
natríum-kalí hlutfallið hefur vaxið að
sama skapi. Þessum breytingum valda
útfellingar og efnahvörf við ummynd-
unarsteindir og orsakast þær af kælingu
vatnsins í æðunum samfara suðu (Stef-
án Arnórsson 1977). Á sama tíma hefur
gas minnkað í sumum borholum.
Breytingar á styrk efna í borholu-
vökva geta haft áhrif á útfellingar-
vandamál og hagkvæmustu hönnun
mannvirkja. Um þau atriði verður fjall-
að síðar. Hér hvílir það á þeim, sent
annast jarðefnafræðilegar athuganir á
rannsóknarborholum og síðar reynslu-
holum, að leiða í ljós slíkar breytingar.
Er það mestmegnis fólgið í reglulegri
sýnasöfnun úr holunum yfir ákveðið
tímabil.
Endurmat á staðbundnum
rennslisstefnum
Unnt er að hagnýta sér mismun á
styrk efna í borholuvökva til að álykta
um staðbundnar rennslisstefnur innan
jarðhitakerfa. Ýmsar gastegundir og
efnahitamælarnir eru sérstaklega gagn-
leg í þessu tilliti. Ellis og Wilson (1960)
munu hafa verið fyrstir manna til þess
að nota Na/K hlutfall í vatni úr bor-
holum á Wairakei, Nýja Sjálandi, til
þess að staðsetja uppstreymissvæðið.
Styrkur kísils og Na/K hlutfall í bor-
holum við Námafjall gefur til kynna, að
holur boraðar fram til 1976 séu vestan
við uppstreymissvæðið (Stefán Arnórs-
son 1977).
Suða og gufutap í berggrunni veldur
því, að vatnið verður gassnautt. Sam-
tímis breytast hlutföll gastegunda,
vegna þess að gastegundirnar leita mis-
mikið í gufuna, t. d. lækkar hlutfallið
C02/H,S. Þar sem sjóðandi vatn
streymir lárétt verður það vatn, sem
kemur inn í borholur sífellt gassnauðara
í rennslisstefnuna. Þannig bendir
breytilegt gasinnihald í borholum við
Námafjall og Kröflu til rennslis í vest-
urátt út frá uppstreymissvæðunum
(Stefán Arnórsson 1977, Gestur Gísla-
son o. fl. 1978).
Utfellingar og tœring
Utfellingar kísils og kalks valda oft
vandamálum við nýtingu háhita. Þá
hafa útfellingar nokkurra járnsteinda
haft afgerandi áhrif á vinnslu á Kröflu-
svæðinu. Þessar útfellingar eru nokkuð
sér á báti. Þær orsakast af eldsumbrol-
unum, nánar tiltekið af súrum gufum,
sem streyma inn í jarðhitakerfið úr
219