Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 78
undirliggjandi kvikuþró (Stefán Arn-
órsson 1979b).
Tæringar hefur orðið vart á suraum
lághitasvæðum, þar sem hitastigið er
undir 80°C, og stafar hún af súrefni i
vatninu. Einnig er vitað um tæringu,
þar sem jarðhitavatnið er ölkelduvatn
eða fremur salt eins og á Seltjarnarnesi.
Tæringin á síðastnefnda staðnum teng-
ist of háum styrk óbundinnar kolsýru í
vatninu og hefur verið komist fyrir
vandamálið með því að eyða kolsýrunni
með íblöndun natríum hydroxíðs
(Sverrir Þórhallsson, pers. uppl.). Ný-
lega hefur verið gerð samantekt á út-
fellingarvandamálum tengdum jarð-
hitanýtingu hér á landi (Stefán Arnórs-
son 1979b). Reynsla af tæringarvanda-
málum hefur verið dregin saman af
Karli Ragnars (1978) og Svavari Her-
mannssyni (1970).
Sérstakra tæringarvandamála hefur
orðið vart í Kröflu. Orsakast hún af
mikilli kolsýru og nokkurri saltsýru,
a. m. k. í einni holu. Þessi efnasambönd
eru bæði upprunnin úr undirliggjandi
kvikuþró.
Jarðhitavatn mun jafnan vera mettað
af brennisteinskís, a. m. k. ef hiti þess er
eitthvað yfir 180°C. Suða leiðir jafnan
til útfellinga. Magn útfellinganna er
hins vegar takmarkað, vegna þess hve
lágur styrkur járns er venjulega í jarð-
hitavatni (0.01—0.1 mg/kg). Útfelling-
in myndar himnu innan á rörum. Er
hún hörð og kemur í veg fyrir tæringu.
Þekking á þeim eðlisfræðilegu og
efnafræðilegu aðstæðum, sem útfelling
verður við, auðveldar mat á útfellingar-
hættu þegar eftir að fyrstu rannsóknar-
borholur hafa verið boraðar. Slík þekking
getur einnig verið gagnleg til að eygja
lausn á útfellingarvandamálum.
Innstreymishiti í borholu °C
3. mynd. Hitastig ópalmettunar, þegar
jarðhitavatn sýður, sem upphaflega var í
jafnvægi við kvars. Gert er ráð fyrir inn-
rænni suðu í einu þrepi og (1) engri klofnun
á uppleystum kísli samfara suðu, (2) að ‘Á
uppleysts kísils sé klofinn og (3) að 80%
„aukagufa11 fylgi borholuvatninu og að
varmi hennar svari til hita djúpvatnsins og
að engin klofnun kisils eigi sér stað samfara
suðu (frá Stefáni Arnórssyni, 1979b). —
Amorphous silica saturation temperatures in geo-
thermal walers initially in equilibrium with quartz.
One stage adiabatic boiling is assumed for (1) no
ionization of dissolved silica upon boiling, (2) 'Á
ionizalion of dissolved silica and (3) 80% excess
steam in the well discharge with an enthalpy
corresponding with the inflow temperature and no
silica ionizalion (rebroduced from Arnórsson,
197%).
Útfelling kísils í verulegu magni
verður aðeins ef vatnið er kælt nægilega
til þess að gera það yfirmettað af ópal,
en það er mun leysanlegra en aðrar kís-
ilsteindir. Styrkur kísils í djúpvatni
ræðst af uppleysanleika kvars fyrir ofan
180°C, en af uppleysanleika kalsedóns
við lægri hita. Þannig er hitastig ópal-
mettunar, þegar jarðhitavatn kólnar,
220