Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 79
4. mynd. Kalsít yfirmettun (aCa+2- aC03-2),
sem verður við innræna suðu í einu þrepi á
jarðhitavatni og hámarksafgösun. Tölurnar
sýna styrk klórs (i ppm) i djúpvatni (frá
Stefáni Arnórssyni, 1979b). — Calcite super-
saturation (expressed as aCa+? ac03-2) caused by
one stage adiabatic boiling of selected geothermal
waters and maximum degassing. The figures indi-
cate the chloride concentration (in ppm) in the
respective reservoir waters (reproduced from Arn-
órsson, I979b).
beint háð innstreymishita í borholum.
Við suðu hækkar sýrustig (pH) vatnsins
oft nægilega til þess að valda verulegri
klofnun á uppleysta kíslinum. Klofinn
kísill (H ^SiOj) er óvirkur í jafnvægi við
ópal (sem og aðrar kísilsteindir). Því
getur þessi breyting leitt til þess, að
hitastig ópalmettunar lækki. Verði
suða í vatnsæðum og aðskilnaður á
vatni og gufu, getur það haft áhrif á
hitastig ópalmettunar. Á 3. mynd er
sýnt samband innstreymishita og hita-
stigs ópalmettunar fyrir ákveðin tilfelli
urn sýrustigshækkun samfara suðu og
aðskilnað vatns frá gjfu í æð.
Athuganir hafa sýnt, að útfelling
ópals verður örari, þegar jarðhitavatnið
kemst í snertingu viö andrúmsloftið.
Þetta gæti stafað af því, að járn í vatn-
inu oxast og fellur út og myndar járn-
útfellingin kjarna fyrir ópalútfellingu.
Kalkútfellingar verða alltaf, ef jarð-
hitavatn sýður. Þær eru jafnan lang-
mestar, þar sem suðan hefst. Magn
kalkútfellinga ræðst eingöngu af hita-
stigi og seltu jarðhitavatnsins fyrir suðu,
svo og hversu fullkomin afgösun er sam-
fara suðunni. Verða útfellingar mestar,
þegar hitinn er sem lægstur, seltan mest
og afgösun fullkomin (Stefán Arnórsson
1978, 4. mynd). Blöndun jarðhitavatns
við kalt, tiltölulega salt vatn getur
valdið kalkútfellingum.
Á frumstigi má meta kalkútfellingar-
hættu með því að reikna út mettunar-
ástand vatnsins samfara suðu og afgös-
un og meta út frá hitastigi jarðhitakerf-
isins, hvort líkur séu á því, að suða hefj-
ist í borholunni eða úti í berginu.
Reynslan hefur sýnt, að kalkútfellingar
valda ekki vandræðum nema þar sem
suða byrjar í borholum (Stefán Arnórs-
son 1979b). Sýni sig, að útfellingar eigi
sér stað, fellur það undir verksvið jarð-
efnafræðings að greina hvers eðlis þessar
útfellingar eru.
Eðlilegt er, að prófanir fylgi í kjölfar
jarðefnafræðilegs mats á útfellingar- og
tæringarhættu með það fyrir augum að
finna og sannreyna hagkvæmustu
lausnina á vandanum. Hið jarðefna-
fræðilega mat ætti að hafa áhrif á,
hvernig prófanir yrðu gerðar. Annars
fellur það í verkahring efnaverkfræðings
að annast slíkar prófanir. Niðurstöður
prófananna- hafa áhrif á efnisval,
vinnsluþrýsting borhola, losun affalls-
vatns og jafnvel fjarlægð milli borhola,
sem aftur hefur áhrif á þrýstifall í jarð-
hitakerfinu umhverfis einstakar holu-
þyrpingar.
221