Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 86
er talað um hagnýta jaröeðlisfræði, eða
jarðeðlisfræðilega könnun. Þar er beitt
eðlisfræðilegum aðferðum við könnun
einstakra afmarkaðra svæða, oftast með
nýtingu náttúruauðlinda í huga. Sem
dæmi má nefna leit að jarðefnum, kort-
lagningu grunnvatns og rannsókn jarð-
hitasvæða j)ar sem markmiðið er öflun
heits vatns með borun.
Þegar glímt er við margslungin og
erfið viðfangsefni, eins og jarðhitarann-
sóknir eru oft, er jaess vart að vænta að
árangur náist með beitingu einnar
fræðigreinar. Jarðeðlisfræðileg könnun
er aðeins ein af mörgum aðferðum, sem
nota verður samhliða við jarðhitarann-
sóknir. Af öðrum aðferðum verður að
telja nákvæma jarðfræðikortlagningu
einna mikilvægasta. Með henni er reynt
að kortleggja nærliggjandi svæði eink-
um Jdó atriði, sem nátengd eru jaröhita
eins og gerð og legu jarðlaga, sprungur,
misgengi, ummyndun og önnur atriði,
er máli geta skipt fyrir eiginleika jarð-
hitasvæðisins og túlkun annarra mæl-
inga. Einnig er mikilvægt að gera at-
huganir á efnasamsetningu jarðhita-
vatnsins. Mikilvægt er að þessar rann-
sóknir fari fram samhliða og niðurstöð-
urnar fléttist hver inn í aðra í sameigin-
legri túlkun. Aðferðirnar sem hér liafa
verið nefndar eru oft kallaðar einu nafni
yfirborðsrannsóknir eða forrannsóknir,
þar sem þær eru oftast undanfari og
nauðsynleg forsenda borholurannsókna
sem fela í sér boranir og mælingar á
borholum. Kostnaður við yfirborðs-
rannsóknir er aðeins brot af borkostn-
aði, oft um 5—10%, og því réttlætanlegt
og nauðsynlegt að vanda vel til þeirra og
úrvinnslu gagna svo staðsetja megi bor-
holur á markvissan hátt. Gallinn er aft-
ur á móti sá að forrannsóknir taka oft
langan tíma og verður oft að hefja j:>ær
mörgum árum áður en unnt er að stað-
setja fyrstu borholur með viðunandi
nákvæmni. Einnig er árangur forrann-
sókna óviss þegar þær hefjast og geta
niöurstöðurnar hvort heldur verið nei-
kvæðar og leitt til þess að hætt verður
við boranir og nýtingaráform jarðhita,
eða verið jákvæðar og leitt til fram-
kvæmda. Þetta tvennt, þ. e. hinn langi
tími sem rannsóknirnar taka og óvissan
um árangur, verður oft til þess að erfitt
reynist að fá fé og mannafla til forrann-
sókna í tæka tíð þegar leggja á í fram-
kvæmdir á sviði jarðhitanýtingar.
Mörgum mismunandi aðferðum er
beitt við jarðeðlisfræðilega könnun
jarðhita. Aðferðirnar hafa verið flokk-
aðar i undirhópa á ýmsa vegu. Ein
flokkunin gerir mun á aðferðum til
könnunar á jarðlögum næst yfirborði,
jr. e. grunnum aðferðum svonefndum
annars vegar og hins vegar aðferðum
sem kanna dýpri lög jaröskorpunnar
niður á nokkurra kilómetra eða tuga
kilómetra dýpi. Einnig er oft rætt um
beinar og óbeinar aðferðir. Með beinum
aðferðum er átt við mælingar, sem
kanna jarðhitann og afleiðingar hans
beint eins og t. d. hitastig í jarðvegi.
Óbeinar aðferðir kortleggja sprungur,
ganga, innskot, og ýmis jarðlög og jarð-
myndanir sem jarðhitinn er oftast
tengdur. Engin skýr mörk eru á milli
þessara flokka jarðeðlisfræðiaðferða.
Margar aðferðir má bæði nota við
grunnar og djúpar rannsóknir eða verða
ekki greindar svo vel fari i beinar eða
óbeinar kannanir. I þessari grein verður
ekki stuðst við neina ákveðna flokkun.
Kynntar verða þær hagnýtu jarðeðlis-
fræðilegu aðferöir er helst hafa komið að
notum við rannsókn jarðhita hér á landi
228