Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 92
hafa gefist í jarðhitarannsóknum á ís-
landi. Onnur er einfaldlega nefnd við-
námsrnælingar en hin jarðstrauma-
mælingar.
V iðnámsmœlingar
I þessari aðferð er eðlisviðnám jarð-
laga mælt með því að senda rafstraum
um jarðlögin og mæla síðan spennufall,
sem við það myndast á yfirborði jarðar.
Aðferðin er útvíkkun á mælingu rafvið-
náms í vír þar sem straumurinn i vírn-
um og spennufallið á milli vírendanna
er mælt samtímis og ohmslögmál síðan
notað til þess að finna viðnám virsins.
Til þess að koma rafstraumnum niður
i jörðina er straumgjafi tengdur við tvö
rafskaut (straumskaut), sem rekin eru
um hálfan metra niður i svörðinn.
Spennufallið er mælt með mæli, sem
tengdur er í tvö önnur rafskaut
(spennuskaut). Spennufallið er háð
straumstyrknum, afstöðu straum- og
spennuskauta innbyrðis svo og eðlisvið-
námi jarðlaga. Sé spennumunurinn
táknaður með V, straumurinn með I og
eðlisviðnámið með r þá gildir formúlan
V = k • r • I
þar sem k er stuðull, sem einungis er
háður afstöðu skautanna og dreifingu
eðlisviðnáms i jarðlögum.
Með þvi að breyta innbyrðis afstöðu
straum- og spennuskauta á kerfisbund-
inn hátt og mæla straum og spennu i
hvert skipti má fá upplýsingar um eðl-
isviðnám jarðlaga á mismunandi dýpi.
Þetta er unnt, þar eð straumurinn fer
um stærra svæði og nær til dýpri jarð-
laga eftir þvi sem lengra er á milli
straumskauta. Sé stutt á milli þeirra nær
straumurinn aðeins að fara um efstu
jarðlögin næst yfirborði en sé langt á
milli þeirra hafa yfirborðslög lítil áhrif
2. mynd. Fyrirkomulag straum- og spennu-
skauta í viðnámsmælingum. A og B eru
straumskaut. Eftir því sem lengra er á milli
þeirra ná straumlínurnar til dýpri jarð-
laga. M og N eru spennuskaut. Unnt er að
reikna eðlisviðnám jarðlaga út úr mældum
straum og spennu. — Electrode configuration in
a resistivity sounding. A and B are current elec-
trodes. M and N are potential electrodes. Resistivity
of the ground can be calculated from measured cur-
rent and polential difference.
og dýpri lög ráða mestu um straurn-
dreifinguna. Að gefnum vissum for-
sendum um gerð jarðlaga má síðan
reikna eðlisviðnámið út frá rnældri
spennu, straum og afstöðu skautanna.
Á 2. mynd má sjá eina algengustu
uppsetningu straum- og spennuskauta í
viðnámsmæiingu. Skautunum er raðað
á beina línu, straumskautin A og B eru
yst en spennuskautin M og N eru í
miðjunni. Þessi uppsetning skautanna
er kennd við Schlumberger, sem var
frumkvöðull þessarar aðferðar fyrir
1930 þegar fyrst var farið að mæla að
einhverju marki með viðnámsmæling-
um. Við framkvæmd mælingarinnar er
spennuskautunum haldið föstum en
straumskautin stöðugt færð utar eftir
hverja mælingu til þess að straumurinn
nái æ dýpri jarðlögum og upplýsingar
234