Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 93
fáist um cðlisviðnám dýpri laga. Til að-
greiningar frá annarri aðferð viðnáms-
mælinga, sem kölluð er lengdarmæling
og vikið verður að síðar, er þessi aðferð
sem hér hefur verið lýst, stundum verið
kölluð dýptarmæling þar sem eðlisvið-
nám er kannað sem fall af dýpi, undir
ákveðnum stað á yfirborði jarðar.
Túlkun viðnámsmælinga er nokkuð
flókin vegna þess að ekki er hægt með
góðu móti að reikna út eðlisviðnám
jarðlaga beint út frá mældum straum og
spennugildum fyrir hvert skautabil. I
reynd er fyrst reiknað út svokallað
sýndarviðnám en það jafngildir því eðl-
isviðnánti, sem einsgerð (homogen) jörð
hefði fyrir sömu mæligildi. Með öðrum
orðum sagt, sýndareðlisviðnám er
reiknað út eins og jörðin væri einsgerð
undir mælistaðnum, og er það þvi ekki
jafnt raunverulegu eðlisviðnámi á
ákveðnu dýpi. Aftur á móti má lita á
sýndarviðnámið í fyrstu nálgun sem
vegið meðaltal af eðlisviðnámi þeirra
berglaga sem straumurinn fer um. Til
þess að túlka mæliniðurstöðurnar er
sýndarviðnámið teiknað upp sem fall af
fjarlægð straumskautanna frá nrið-
punkti (AB/2, á 2. mynd). Sá sýndar-
viðnámsferill, sem þannig er fenginn, er
síðan borinn saman við fræðilega ferla
sem reiknaðir eru fyrir ýmiss konar líkön
af viðnámsdreifingu í jörðinni og á þann
hátt reynt að finna á sem bestan hátt
raunverulega viðnámsdreifingu. Slíkir
fræðilega útreiknaðir ferlar kallast
móðurferlar. Á 3. inynd sést mældur
sýndarviðnámsferill ásamt fræðilegum
ferli og tilsvarandi likani af lagskiptri
jörð undir mælistað.
Samanburð mælds sýndarviðnáms-
ferils við fræðilega ferla má gera með
hjálp safns af útgefnum móðurferlum.
3. mynd. Viðnámsmæliferill mældur með
Schlumbergeraöferð. Punktarnir á mynd-
inni eru mæld gildi sýndarviðnáms fyrir
mismunandi fjarlægðir straumskauta frá
miðju mælistaðar. Heildregna línan er
fræðilegur ferill fyrir líkan af lagskiptri jörð.
Líkanið, þ. e. þykkt laga og viðnámsgildi
þeirra, eru sýnd neðst á myndinni. Lág
sýndarviðnámsgildi aftarlega á ferlinum eru
túlkuð sem láviðnámslag (jarðhiti) á 200—
1000 m dýpi. — Schlumberger resistivity sound-
ing. Apparent resistivity (dots) is shown as a
funclion of current arm. The line corresponds to the
theoretical model shown at the bottom of the figure.
Note the low resislivity layer (geolhermal aquifers)
at 200—1000 m depth.
Einnig má gera þessa túlkun nokkurn
veginn sjálfvirkt í reiknivél, sem reiknar
sjálf út móðurferla og lagar þá að
mælda ferlinum með því að breyta lík-
aninu uns nægjanlegri samsvörun og
æskilegri nákvæmni er náð. Fræðilega
má túlka viðnámsmælingar á þennan
hátt fyrir hvaða viðnámsdreifingu sem
er í jörðinni. I reynd er þó nær öll túlkun
framkvæmd með þeirri einföldu for-
sendu, að jarðlög séu lárétt og óendan-
lega víðáttumikil. Þessi forsenda er oft
uppfyllt, en bendi mælingar til að svo sé
ekki, er gjarnan reynt að leiðrétta eða
235