Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 104
á hinum mældu gildum. Þar skiptir
mestu máli að hæð mælistaðar yfir föst-
unt viðmiðunarfleti sé vel þekkt því
þyngdarmælar eru það nákvæmir að
þeir sýna breytingar í þyngd, sé þeim
lyft unt 30 cm, einfaldlega vegna þess að
þeir eru þá fjær miðju jarðar og að-
dráttarkrafturinn minni. Af þessu má
vera ljóst að framkvæma verður ná-
kvæmar landmælingar samhliða
þyngdarmælingum, þar sent hæð
punkta er fundin með fárra sentimetra
nákvæmni. Séu mælingar gerðar í neti
er þekur ákveðið svæði má fá vitneskju
um dreifingu misþungra efna í jarð-
skorpunni. Sem dæmi urn notagildi
þyngdarmælinga má nefna kortlagn-
ingu innskota eða gangasveima úr
djúpbergi eða basalti, sem skotist hafa
inn í léttara efni. Einnig koma þyngd-
armælingar að góðum notum við rann-
sókn á þykkt léttra efna t. d. setlaga sent
fyllt hafa upp dali og sigdældir. Þyngd-
armælingar gefa því einkum hagnýtar
upplýsingar unt stærri jarðmyndanir og
nýtast við kortlagningu þeirra. Jarðhiti
er oft tengdur meiri háítar misfellum í
jarðmyndunum og hafa jtví jtyngdar-
mælingar vissa þýðingu fyrir jarðhita-
rannsóknir joótt óbeint sé. Er jteint
einkum beitt í tengslum viö aörar að-
ferðir eins og flugsegulmælingar og
bylgjumælingar (sjá næsta kafla), sent
einnig nýtast best við rannsókn stærri
svæðisbundinna jarömyndana.
Við staðbundnar rannsóknir minni
jarðhitasvæða hafa jjyngdarmælingar
síður [}ýöingu. Þær hafa jró reynst vel
við að meta rnagn vatns sem dælt er úr
jarðhitakerfum eftir að vinnsla er hafin. I
jteim tilgangi eru gerðar nákvæmar
mælingar áður en vinnsla hefst og þær
síðan endurteknar eftir að dælt hefur
verið af svæðinu í einhver ár. Á þann
hátt hefur t. d. tekist að fylgjast með
vinnslu vatns á háhitasvæðum á Nýja-
Sjálandi. Þyngdarmælingar með sama
markmið í huga eru nú framkvæmdar á
jarðhitasvæðunum í Svartsengi og við
Kröflu, en niðurstöður liggja ekki fvrir
ennjtá. I Svartsengi er of stutt um liöið
síðan vinnsla og mælingar hófust, en í
Kröflu komu jarðhræringar í veg fyrir
að fyrirætlunin tækist, jtar sem jarðrask
Kröfluelda, er hófust 1975, veldur mun
meiri sveiflum og breytingum í jtyngd-
arsviðinu en búast rná við vegna vatns-
vinnslunnar.
BYLGJUBROTS- OG
BYLGJUVARPSMÆLINGAR
Varla er unnt að taka saman yfirlit
um jarðeðlisfræðilegar mælingar án
jtess að nefna tvær mæliaðferðir, sem
nefndar eru bylgjubrotsmælingar og
bylgjuvarpsmælingar. Þær fara [sannig
fram að búnar eru til jarðskjálftabylgjur
með sprengingu og tíminn siðan ntæld-
ur uns bylgjurnar berast til mælistaða
jtar sem jtær eru skynjaðar af jarð-
skjálftamæli. Útbreiðsluleiðir bylgn-
anna eru síðan kannaðar til að fá upp-
lýsingar um gerð og eiginleika þeirra
jarðlaga sem bylgjurnar berast um.
Bylgjubrotsaðferðin felst í jtví að
jarðskjálftamælum er raðað eftir beinni
línu út frá sprengistað. Bylgjurnar sem
myndast við sprenginguna berast eftir
brotnum eða bogadregnum línum niður
í jörðina og upp að skjálftamælununt.
Þvi lengra sem er á milli sprengi- og
mælistaðar jteint mun dýpra hafa jtær
bylgjur farið sem berast til mælanna.
Mæld er fjarlægð rnilli sprengi- og
mæli]5unkta, tíminn sern hver bylgja
er á leiðinni og styrkur hennar. Að
246