Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 105
fengnum þessum upplýsingum má
reikna út hvernig bylgjuliraði breytist
með dýpi. Bylgjuhraðinn er háður eðl-
isþyngd, hitastigi og gerð bergsins. Ef
jörð er lagskipt fást upplýsingar um
þykkt laganna.
Við bylgjuvarpsmælingar er jarð-
skjálftamælirinn hafður mjög nærri
sprengistað og skráðar bylgjur, sent
endurkastast frá lagamótum í jörðinni
undir sprengislað. Svi]3ar þessu til
bergmálsdýptarmælinga á sjó. Þar sem
styrkur endurköstuðu bylgjunnar er
rnjög lítill þarf háþróaða tækni við
framkvæmd og úrvinnslu bylgjuvarps-
mælinga.
Báðar þessar aðferðir hafa reynst
einkar vel til þess að kanna jarðlaga-
skipan i lagskiptri jörð, einkunt setlög-
um, og cinnig til þess að finna ýmsa
mikilvæga eiginleika, svo sem eðlis-
þyngd og fjaðureiginleika jarðlaga. Að-
ferðirnar, einkum bylgjuvarpsmæling-
ar, hafa verið notaðar við olíuleit og
reynst þar vcl, en olíu er oftast að finna í
víðáttumiklum lagskiptum setlögum.
Hefur ofurkapp verið lagt á að þróa og
fullkomna þessa aðferð, bæði mælitækni
og úrvinnslutækni. Hvað kostnað snert-
ir falla aðrar jarðeðlisfræöilegar aðferðir
í skuggann af bylgjuvarpsmælingum,
þar sem vel yfir 90% af öllu fé sem veitt
er til jarðeðlisfræðilegra rannsókna í
heiminum er notað í þessa aðferð við
olíuleit.
Þrátt fyrir fullkomnun bylgjuvarps-
mælinga hafa þær sáralitið verið notað-
ar við jarðhitarannsóknir. Ástæðan er
einkum sú að aðferðin er mjög dýr í
framkvæmd og úrvinnslu, miðað við
aðrar jarðeðlisfræðilegar mælingar og
því oft ckki á færi nema auðugra olíu-
hringa að nota hana að ráði. Auk þess
eru jarðhitasvæði gjarnan tengd nýlegri
eldvirkni, og því er jarðlagaskipan oft
flókin á þcim svæðurn og langt frá því
að vera lagskipt eins og á olíusvæðum.
Þetta gerir bylgjuvarpsmælingar erfið-
ari í framkvæntd á jarðhitasvæðum en á
olíusvæðum, cn enginn vafi leikur á því
að verði gert átak í notkun bylgjuvarps-
mælinga í jarðhitarannsóknum mun
|rað geta gefið mikilvægar og nýjar
upplýsingar um eðli jarðhitasvæða og
væri mjög áhugavert að reyna aðferðina
hér á landi.
Bylgjubrotsmælingar hafa verið not-
aðar litillega við jarðhitarannsóknir, til
þess að kanna grófari og stærri drættina
i jarölagaskipan og þá gjarnan sam-
hliða þyngdarmælingum og flugseg-
ulmælingum. Hér á landi hafa verið
gerðar umfangsmiklar bylgjubrotsmæl-
ingar til könnunar á jarðlagaskipan í
jarðskorpunni undir íslandi (Guð-
mundur Pálmason, 1971).
JARÐSKJÁLFTAMÆLINGAR
Á svipaðan hátt og nota rná bylgjur
frá sprengingum til könnunar jarðlaga
má einnig nota öldur frá náttúrlegum
jaröskjálftum til sönni hluta. Þetta hef-
ur töluvert verið gert við rannsókn jarð-
hita. I' þessum tilgangi eru notaðar
þrenns konar bylgjur. í fyrsta lagi langt
að komnar bylgjur, sem berast upp í
gegnum jaröhitasvæðiö frá fjarlægum
skjálftum, í öðru lagi bylgjur frá stað-
bundnum smærri skjálftum (smá-
kjálftum) sem eiga upptök innan
eða í grennd jarðhitasvæðisins, og í
þriðja lagi stöðugur titringur eða órói
sem stafar frá öru hingrásarennsli jarð-
hitavatns eða suðu þess í jaröhitakerfinu
sjálfu.
Bylgjur frá fjarlægum stórum jarð-
247