Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 108
Valgarður Stefánsson:
Borun eftir jarðhita og rannsóknir á
borholum
INNGANGUR
Nýting jarðvarma á Islandi er um
þriðjungur af orkunotkun landsmanna.
Eina landið sem getur státað af svipuðu
nýtingarhlutfalli jarðhita og Island er E1
Salvador, en þar er jarðhitinn notaður
til raforkuframleiðslu.
Meginhluti þess jarðvarma sem nýtt-
ur er á Islandi er fenginn með borunum.
Jarðhitaboranir eru þannig mjög þýð-
ingarmikil undirstaða í islensku efna-
hagslífi. Jarðhitaboranir hafa samt sem
áður ekki hlotið þann sess í íslenskri
þjóðarmeðvitund sem líkja má við aðra
undirstöðuatvinnuvegi eins og til dæmis
fiskveiðar. Ástæður fyrir því eru eflaust
margar, en ein af ástæðunum gæli verið
sú að jarðhitastríð okkar hafa verið inn-
anlandsóeirðir, en þorskastriðin hafa
einkum verið átök við erlenda aðila.
Þessari grein er ætlað að fjalla nokkuð
um jarðhitaboranir á Islandi, tengja
þær við rannsóknir á jarðhita og benda
á þýðingu borana við nýtingu jarðhita.
Reynt verður að fjalla um atriði eins og
hvar, hvers vegna og livenær eigi að
bora eftir jarðhita, hvernig boranir eru
framkvæmdar, hvaða rannsóknir eru
gerðar á borholum og hver sé árangur
jarðhitaborana bæði efnahagslega og
jrekkingarlega.
SÖGULEGT YFIRLIT
Þaö var hinn 12. ágúst 1755 sem jæir
Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson fóru
með jarðnafar Konunglega Danska
Vísindafélagsins inn í Laugarnes, fyrst
sjóleiðis en síðan á hestum stuttan spöl.
Var nafarinn settur niður á grónum
hávaða skammt frá hvernum og hófust
þar fyrstu jarðhitaboranir á íslandi,
fyrir réttum 225 árunt. Ekki gekk borun
fyrstu holunnar mjög vel en nafarinn
komst niður 13% fet, en j)á gekk ekki að
koma honum dýpra. Orsök jjess var
hraunlag nokkuð 4—6 álna j)ykkt, ,,og
liggur ekki einungis undir Laugarnes-
inu, heldur einnig öllu Suðurlandi“ svo
vitnað sé i Feröabók jaeirra Eggerts og
Bjarna.
Það er eftirtektarvert hve jarðhita-
svæðið í Laugarnesi er tengt menning-
arsögu okkar á sviði jarðhitamála. Þessi
jarðhiti gaf Reykjavík nafn sitt. Þarna
var i fyrsta skipti á íslandi reynt að bora
i jarðhita, og |)að var einmitt á þessunt
sama stað sem jarðhitaboranir fóru að
gefa svo góðan árangur að leiddi til
mikillar jarðhitanýtingar. Það varð að
vísu ekki fyrr en 175 árum eftir fyrstu
tilraun jaeirra Eggerts og Bjarna.
Enda j)ótt ekki yrði sérlega mikill ár-
angur í Laugarnesinu fóru j)eir Eggert
Náttúrufræðingurinn, 50 (3 — 4), 1980
250