Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 110
búa til nýja hveri eins og þeir Eggert og
Bjarni urðu vitni að einn júlídag á því
herrans ári 1756. Nú var íslenska þjóð-
félagið einnig tilbúið að taka við árangri
borananna og nýta jarðvarmann. Árið
1930 var fyrsta hitaveitan i Reykjavík
tekin í notkun. Heita vatnið frá Þvotta-
laugunum var leitt til bæjarins og voru
70 hús hituð upp í þessari fyrstu hita-
veitu landsins.
Þessi fyrsta hitaveita hefur eflaust
orðið til þess að sannfæra menn um
ágæti jarðvarmanýtingar, og þrem ár-
um seinna, 1933, tryggir Reykjavíkur-
bær sér jarðhitaréttindi á Reykjum í
Mosfellssveit. Boranir hófust þar
skömmu seinna og hafði Reykjavíkur-
bær þá fengið annan bor af svipaðri
gerð og gullborinn gamla. Boranir
gengu allvel í Mosfellssveit, og var svo
komiö 1937 að búið var að auka rennsli
af svæðinu úr 100 1/s upp í 150 1/s og var
þá kominn grundvöllur að því að leggja
veitu til Reykjavíkur. Það verk dróst þó
bæði sökum fjárskorts og heimsstyrjald-
ar og var hitaveitan frá Reykjum ekki
formlega tekin í notkun fyrr en 1945.
Þó að þessar aðgerðir hafi tekið all-
langan tíma, kom þó glögglega í Ijós við
þessa fyrstu stórnýtingu jarðvarma hér á
landi, að forsenda nýtingar eru vel
heppnaðar jarðhitaboranir. Hitaveita
Reykjavíkur var fyrsta dæmið um vel
heppnaða stórnýtingu á jarðvarma, og
fyrirtækið heldur enn þeim sessi að vera
besta dæmið um hagkvæma nýtingu
jarðhita á íslandi. Hitaveitan hefur
margfaldast að stærð og gæðum síðan
1945 og til samanburðar má nefna að
nýtt orka frá Hitaveitu Reykjavíkur
samsvarar tvöfaldri orkuframleiðslu
Búrfellsvirkjunar.
Saga jarðhitaborana hefur verið
næstum óslitin eftir tilkomu Hitaveitu
Reykjavíkur. Hitaveitan hélt borunum
áfram og keypti árið 1949 notaðan bor
af bandariska hernum, og var sá bor
kallaður Setuliðsbor. Sjálfstæöar bor-
anir á vegum Hitaveitu Reykjavíkur
voru óslitið frá því i júní 1928 til loka
janúar 1965.
Rikið keypti fyrst bor árið 1929 og var
það haglabor frá Alfrcd Wirth og Co.
eins og tveir fyrstu borar Hitaveitu
Reykjavíkur. Á stríðsárunum eignast
rikið tvo litla kjarnabora, fyrst haustið
1939 og síðan 1943. Báðir þessir borar
voru frá Sullivan verksmiðjunum og var
seinni borinn kallaður Sullivan I.
Hinn 18. april 1945 voru Jarðboranir
rikisins formlega stofnaðar, en það
fyrirtæki tók smám saman að sér allar
jaröboranir á landinu. Tækjakostur
Jarðborana við formlega stofnun voru
áðurnefndir þrír borar en strax sama ár
bætist við nýr Sullivan bor, kallaður
Sullivan II. Einnig voru keyptir tveir
notaöir höggborar frá hernum á Kefla-
víkurflugvelli. Voru þeir kallaðir Högg-
bor I og Höggbor II.
Einu eða tvcim árum siðar taka
Jarðboranir að sér þriðja Sullivan bor-
inn, en sá bor hafði veriö keyptur til
landsins fyrir atbeina Stefáns Þorláks-
sonar bónda í Reykjahlíð i Mosfellsdal.
Næsta tæki sem Jarðboranir kaupa er
stór höggbor af Cardwell gerð. Þann bor
átti að vera hægt að nota bæði sem
höggbor og snúningsbor. Hann var
samt aldrei tekinn í notkun sem högg-
bor.
Á þessum árum, 1946—1951, átti
Rafveita Hafnarfjarðar sænskan högg-
bor af Craelius F gerð, og voru boraðar
allmargar holur í Krisuvík með þessum
bor. Tilgangur þeirra borana var að
252