Náttúrufræðingurinn - 1981, Qupperneq 114
Staðarval borhola skiptir miklu máli
fyrir hagkvæma nýtingu, en auk þess
getur nákvæm staðsetning innan jarð-
hitasvæðis skipt sköpum um það hvort
borunin gefur góðan árangur eða eng-
an. Þetta er stundum nefnt hittni jarð-
borana. I stórum dráttum má segja að
hittnin sé háð eiginleikum jarðhitakerf-
anna og því hversu vel menn þekkja
þessa eiginleika. Jarðhitakerfi eru mjög
ólík og er þar ekki til nein algild regla
fyrir því hvar er heppilegast að bora, og
hvernig halda eigi borkostnaði í lág-
marki. Þetta þýðir í reynd að rannsaka
verður hvert jarðhitasvæði sérstaklega,
og byggja staðsetningu borhola á þeirri
þekkingu sem fæst úr slíkum rannsókn-
um.
Fyrirbærið jarðhiti hlýðir lögmálum
náttúrunnar og því meiri vitneskja sem
fæst um þetta fyrirbæri og þau nátt-
úrulögmál, sem stjórna hegðun jarðhit-
ans því betri möguleika höfum við á því
að ákvarða hvar vænlegast er að bora. í
jarðhitarannsóknum er greint á milli
nokkurra rannsóknarstiga, en þau eru
forrannsókn, reynsluboranir og for-
hönnun, djúprannsókn og hagkvæmn-
isathugun og siðast verkhönnun. For-
rannsókn tekur til þeirra rannsókna sem
gerðar eru á yfirborði. Slíkum rann-
sóknum er lýst í öðrum greinum í þessu
hefti. Boranir eru hins vegar aðgerð sem
kemur okkur í beint samband við við-
komandi jarðhitakerfi. Upplýsingar
sem fást úr borholum gefa því yfirleitt
margfalt áreiðanlegri niðurstöður en
yfirborðsrannsóknir. Boranir eru hins
vegar einnig yfirleitt margfalt dýrari í
framkvæmd en yfirborðsrannsóknir og
verður því að gæta þess að eðlilegt jafn-
vægi sé milli þessara rannsóknarþátta
þannig að sem mestar upplýsingar fáist
fyrir það fé sem lagt er til rannsókn-
anna. Þau atriði, sem einkum eru rann-
sökuð í djúprannsókn (rannsókn með
borunum), eru hiti og þrýstingur jarð-
hitakerfisins, gerð jarðlaga og aðrir eðl-
isfræðilegir og efnafræðilegir eiginleikar
bergsins sem holan fer í gegnum auk
eiginleika og efnasamsetningar jarð-
hitavökvans og samspil vatns og bergs i
iðrum jarðar. Auk þess er rennsli úr
holunum athugað og eiginleikar þess
vökva sem kemur úr holunum. Þá má
ekki gleyma að boranir eru prófun á því
hversu nærri lagi yfirborðsrannsóknir
hafa spáð um eiginleika jarðhitakerfis-
ins. Arangur borana og þær upplýsingar
sem þær gefa kalla því á endurskoðun
allra líkana og hugmynda sem menn
hafa áður haft um jarðhitakerfið.
Af framansögðu má ljóst vera að
þáttur yfirborðsrannsókna er yfirgnæf-
andi þegar fyrsta eða fyrstu borholur
eru boraöar á tilteknu jarðhitasvæði. Ef
á hinn bóginn liggja fyrir margar bor-
holur á jarðhitasvæði eru niðurstöður
djúprannsóknarinnar yfirleitt látnar
vega meira en niðurstöður yfirborðs-
rannsókna við staðsetningu nýrra bor-
hola.
Best veröur þessum málum komið ef
allar rannsóknaraðferðir, bæði á yfir-
borði og með borunum, gefa eina heil-
steypta mynd eða líkan af jarðhitakerf-
inu. í slíkum tilfellum er tiltölulega lítil
áhætta tekin með borunum, og hægt er
að segja fyrir um með allmikilli vissu hver
verði árangur borana. Slíkri
þekkingu hefur t. d. verið náð á Reykj-
um í Mosfellssveit, i Laugarnesi,
Svartsengi, vissum hluta Kröflusvæðis,
Námafjalli o. fl. Á öðrum svæðum er
óvissan meiri, annað hvort af því að
borholur eru ekki nógu margar, eða af
256