Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 115
því að jarðhitinn er í svo þröngum rás-
um að örðugt reynist að kortleggja
jarðhitakerfið af nákvæmni.
Auk þess að taka rriíð af jarðhitaleg-
um aðstæðum þarf einnig að taka mið af
nýtingarmöguleikum jarðhitans áður en
ráðist er í dýrar boranir. Ef fyrirhuguð
borun er nálægt þéttbýli, þar sem fyrir
hendi er stór markaður fyrir hitaveitu-
vatn, er meira i húfi en þar sem jaröhiti
er langt frá markaði. Sú staða hefur til
dæmis komið upp hjá meðalstórum
kauptúnum að næsta jarðhitasvæði
hefur verið svo fjarri byggðinni að ekki
borgar sig að reyna að finna jarðhita
með borunum af þvi að heildarkostn-
aður við boranir og hitaveitulagnir er
meiri en aðrir kostir við upphitun.
Þetta atriði getur einnig verið dæmi
um jrað hvenær borað er eftir jarðhita,
|)ví vegna aukins orkuverðs á síðasta
áratug hefur sú staða komið upp að
núna er hagkvæmt að bora á mörgum
þeim stöðum, sem ekki var hagkvæml
að bora á fyrir fimm eða tíu árum.
Spurningin um það hvar og hvenær er
borað eftir jarðhita er því nokkuð flókið
samspil jness hversu mikið er vitað um
jarðhitann og hversu mikil [aörf er fyrir
jarðhitann i tíma og rúmi.
HVERNIG ER BORAÐ
EFTIR JARÐHITA
Jarðboranir fara i megindráttum
fram eins og boranir í önnur efni svo
sem tré eða járn. Munurinn liggur helst
í stærð borvélarinnar og dýpt holunnar.
Dýpsta borhola á Islandi var boruð
veturinn 1978—1979 við Sjómanna-
skólann í Reykjavík. Var hún boruð í
3.1 km dýpi. Til jaess að benda á hversu
mikið slíkt mannvirki er J)á samsvarar
j^essi bordýpt um fjórum sinnum hæð
Esjunnar. Vídd á jarðhitaholum er
yfirleitt 12 — 35 cm og er efsti hluti hol-
unnar boraður víðari en neðri hluti.
Margar aðferðir eru til við jarðbor-
anir, og liafa allflestar verið reyndar við
jarðhitaboranir á Islandi. Sú aöferð sem
nú er algengust er að nota snúningsbor
með tannhjólakrónu. Verður því eink-
um fjallað um þá boraðferð i þessum
kafla.
Fyrst er jró rétt að minnast svolítið á
kjarnaboranir og mun á þeim og bor-
unum með tannhjólakrónu. I kjarna-
borun eru notaöar hringlaga borkrónur,
sem skera sívalan kjarna úr berginu (3.
mynd). Þessi kjarni er svo brotinn laus
öðru hverju og dreginn upp á yfirborð.
Borun með tannhjólakrónu mylur hins
vegar sundur bergið yfir allt flatarmál
holunnar og berginu er skolað upp á
yfirborö i formi bergmylsnu likt og við
eigum að venjast með vanalegum bor-
unum í tré eða málm.
Kjarnaboranir eru einkum stundaðar
þar sem megintilgangur borana er að fá
heillegt sýnishorn af þeim jarðlögum
sem borað er i, og eru [jessar boraðferðir
einkum notaöar í könnun jarðlaga
vegna mannvirkjagerðar svo sem við
rannsóknir á virkjunaraðstööu fyrir
vatnsaflsvirkjanir. Við jaröhitaboranir
er megintilgangurinn hins vegar að
„búa til nýjan hver“ og er þá ekki jafn
mikilsvert að |Dekkja eiginleika jarðlag-
anna með eins mikilli nákvæmni. Við
jarðhitaboranir eru ]dví yfirleitt notaðar
tannhjólakrónur.
Á 3. rnynd er sýnd demantskróna og
útbúnaður til kjarnaborunar, en 4.
rnynd sýnir tannhjólakrónu og dem-
antskrónu. Neðan á tannhjólakrónunni
257
17