Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 119
toppur þoli þrýstinginn. Einnig þarf
steypta fóðurrörið að ná svo langt niður
að bergið sjálft standist þrýstinginn og
ekki sé hætta á að gufan ryöjist út utan
með rörinu. Á 8. mynd er sýnt hvernig
háhitaholur eru hannaðar.
í háhitaborunum þarf að sjá til þess
að fóðurrör sé hverju sinni nægilega
langt til að standast þann þrýsting sem
búast má við, og þarf því að steypa fóð-
urrör hvert innan í öðru eftir því sem
borun fer dýpra í jarðhitakerfið.
Algengast er að fóðurrör séu steypt á
þann hátt að eftir að fóðurröri hefur
verið komið fyrir í holunni er steypu
dælt niður rörið og látin koma upp til
yfirborðs á milli fóðurrörs og holu-
veggja. Einnig er hægt að láta steypu
niður á milli fóðurröra og holuveggja,
en sú aðferð er yfirleitt ekki notuð nema
í grunnum holum. Neðan við steyptu
fóðurrörin er í háhitaholum oftast nær
sett götuð (raufuð) fóðurrörslengja,
þannig að háhitaholur eru járnklæddar
frá yfirborði niður i botn. Tilgangur
raufaða fóðurrörshlutans er að hindra
það að holuveggirnir hrynji saman inn í
holuna, en götin eiga að gera vökvanum
kleift að renna óhindrað inn i holuna.
Jarðhitaboranir eru allflókin tækni-
leg aðgerð þar sem mestu máli skiptir að
allir þættir vinni samtímis eins og til er
ætlast. Þessi tækni hefur um langan
tíma þróast hér á íslandi, og liafa þar
skapast ýmsar séríslenskar aðferðir.
RANNSÓKNIR Á BORHOLUM
Svo sem áður hefur verið rakið eru
boranir sú aðgerð, sem kemur okkur i
beint samband við jarðhitakerfin. Það
skiptir því meginmáli að athuga sem
itarlegast hvaða upplýsingar hægt er að
fá um jaröhitakerfi með borholum.
I raun eru þessar jarðhitarannsóknir
samsettar af margs konar rannsóknar-
aðferðum sem spanna yfir jaröfræði,
bergfræði, ummyndun, jarðefnafræði,
jarðeðlisfræði og vatnafræði, á svipaðan
hátt og yfirborðsrannsóknir spanna yfir
mörg fræðisvið. Hér verður því að stikla
á stóru við upptalningu á rannsóknar-
aðferðum.
Jarðlagasnið og ummyndun
Samhliða borunum eru tekin sýni af
borsvarfinu sem kemur upp með skol-
vökvanum og greint hvaða bergtegund-
ir það eru sem borað hefur verið i gegn-
um. Á þennan hátt má gera sér grein
8. mynd. Borholur á háhitasvæðum eru
járnklæddar frá yfirborði og til botns. —
Wells in /ugh temperature geothermal fields have
casing and liner from top to bottom.
261