Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 120
fyrir hvaða jarðlög borað hefur veriö í.
Greining bergtegunda er gerð í smásjá
meðan á borun stendur en við ná-
kvæmari úrvinnslu eru gerðar þunn-
sneiðar af berginu til að taka af öll
vafaatriði um berggerðina. Ummynd-
unarsteindir eru einnig greindar með
röntgentækni.
Þar sem borsvarfið er alllangan tíma
á leiðinni upp holuna getur það bland-
ast á leiðinni og er þá oft erfitt að
ákvarða hvar jarðlagamót eru í borhol-
unni. Til þess að bregðast við þessu er
stuðst við ýmis hjálpargögn. Þannig er
oft hægt að sjá það út frá borhraða hvar
lagamót eru í holu. Nú á síðustu árum
hefur það færst í aukana að mæla ýmsa
eðliseiginleika borholuveggjanna, svo
sem viðnám, eðlisþyngd, poruhluta og
geislavirkni bergsins. Þessar jarðeðlis-
fræðilegu mælingar i holunni sjálfri gefa
mun nákvæmari upplýsingar um laga-
mót í holunni en fást með svarfgrein-
ingu.
Jarðeðlisfræðilegar mælingar eru
einnig í reynd viss greining á bergteg-
undum. Náttúruleg gamma geislun
bergs er nokkurn veginn i beinu hlutfalli
við kísilinnihald (Si02) bergsins, svo
þær mælingar sýna nákvæmlega hvar i
holu eru súr eða ísúr jarðlög. Svipaðar
upplýsingar fást einnig með því að
mæla samtímis poruhluta og eðlisþyngd
borholuveggjanna.
Poruhlutinn er mældur á þann hátt
að í borholumælitækinu er geislavirkt
efni sem sendir út nifteindir, auk þess
sem þar er einnig nifteindanemi sem
skráir hvernig nifteindirnar dreifast og
endurkastast frá berginu. Nifteindirnar,
sem eru álíka þungar og kjarninn í
vetnisatóminu, eru mjög næmar fyrir
því hversu mikið af vatni er í berginu.
Þessi eiginleiki nifteindanna er notaður
til að mæla poruhluta bergsins. Svipuð
tækni er notuð við að ákvarða eðlis-
þyngd bergsins, en þar er notað geisla-
virkt efni sem sendir út gamma geisla og
dreifing þcirra skoöuð með gamma
nema, sem er hafður í vissri fjarlægð frá
þeim stað sem gammageislarnir eru
sendir út. Dreifing gammageisla er háð
eðlisþyngd þess efnis sem þeir ferðast í.
A sama hátt og viðnámsmælingar á
yfirboröi kortleggja m. a. magn af vatni
i bergi má mæla viðnámið í borholu-
veggjunum með því að senda niður i
borholuna tæki með ákveðinni fjarlægð
milli straum- og spennuskauta og skrá-
setja hvernig eðlisviðnám bergsins
breytist með dýpi. Jarðlagaskiptingin
kemur yfirleitt mjög vel fram i við-
námsmælingum einkum þar sem jarð-
lögin eru hraunlagastafli. Á milli
hraunlaganna er yfirleitt hraunkragi
eða millilög sem eru gegndræpari en
kjarni hraunanna. Hraunlagamótin
koma fram sem lægra viðnám í þessum
mælingum.
Mynd 9 sýnir hvernig hinar ýmsu
borholumæliaðferðir endurspegla gerð
jarðlaganna sem borað er gegnum. Gerð
jarðlaga skiptir miklu máli fyrir þann
jarðfræðilega ramma sem jarðhitakerfin
eru í. Stundum er einnig hægt að tengja
jarðlög í borholum við þau jarðlög sem
sjást á yfirborði (10. mynd).
Hiti, þrýslingur og vatnsœðar
Staðsetning á vatnsæðum og mæling
á hitastigi þeirra og þrýstingi skiptir
meginmáli til þess að skilja gerð jarð-
hitakerfis. Hitastig er yfirleitt mælt með
mótstöðuhitamælum, þar sem viðnám
skynjarans er hitaháð. Með því að draga
262