Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 129
Sveinbjörn Björnsson:
Jarðhiti, grunnvatn og varmi
UPPRUNI JARÐHITANS
I ritgerð um eðli jarðhita á Islandi
komst Trausti Einarsson (1942) að
þeirri niðurstöðu, að „alkaliskur jarð-
hiti“ sem við nú nefnum lághita, vaeri
þannig til kominn, að regnvatn rynni
sem almennur grunnvatnsstraumur frá
hálendi til láglendis. Hluti þessa
straums næði miklu dýpi og hitnaði af
almennum hita jarölaganna, sem hann
færi um. Vatnið leysti upp nokkuð af
efnum bergsins og leitaði til yfirborðs á
láglendi, einkum eftir djúpum sprung-
um eða berggöngum. Síðari rannsóknir
hafa staðfest þessa skýringu á uppruna
lághitans. Má þar sérstaklega nefna
mælingar Braga Árnasonar (1976,
1978) á tvívetni í hveravatni. Sam-
kvæmt þeim má yfirleitt rekja vatnið til
úrkomusvæða á hálendinu (1. mynd).
Vatnið streymir almennt þvert á hæð-
arlínur lands í átt til strandar. Frávik
verða þó vegna óreglu í lekt bergsins.
Bergið er iagskipt og lekt oftast best á
lagamótum og í grófum millilögum. Ef
bergstaflinn hallast, á vatnið greiðasta
leið í strikstefnu berglaganna. Gangar
og brotfletir misgengja veita vatni þvert
á berglög. Þessum atriðum er nánar lýst
í grein Kristjáns Sæmundssonar og
Ingvars Birgis Friðleifssonar (1980) í
þessu hefti.
Enda þótt þessi mynd af eðli lághit-
ans sé orðin vel þekkt og almennt við-
tekin, er mörgum spurningum enn
ósvarað. Hver skyldi vera aldur hvera-
vatnsins? Hve mikið er rennslið og hvert
fer jrað vatn, sem ekki skilar sér í hver-
um og lindum? Nægir almennur
varmastraumur til að hita vatnið? Hvað
ræður uppstreymi vatnsins á hvera-
svæðum? Getur vatnið myndað hring-
rás á uppstreymissvæðum? Getum við
skýrt háhita á sama hátt og lághita?
Hvað gerist ef vatnið fer að sjóða í
berginu? Eru háhitasvæðin varmanám-
ur eða sífellt endurnýjaður varmi?
Til þess að svara þessum spurningum
þarf reikninga, sem byggja á frumatrið-
um grunnvatnsfræði og varmaflutnings.
Trausti Einarsson (1938, 1942 og 1950),
Gunnar Böðvarsson (1951, 1954, 1956
og 1961), Guðmundur Pálmason (1967,
1971 og 1973) og Bragi Árnason (1976,
1977) hafa glímt við mörg þessara at-
riða. Við munum drepa á suraar niður-
stöður þeirra og bæta nokkru við í ljósi
nýrri þekkingar. Þrátt fyrir umfangs-
miklar jarðhitarannsóknir á undan-
förnum árum vantar þó enn mikið á
heilsteypta mynd og greinin mun bera
jtess merki.
FRUMATRIÐI GRUNN-
VATNSFRÆÐI
Vatnsþiýstingur
í flestu bergi eru holrými og glufur
fyllt með vatni skammt undir yfirborði
Náttúrufræöingurinn, 50 (3—4), 1980
271