Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 130
l.mynd. Hæðarlínur lands og líklegar rennslisleiðir helslu jarðhitakerfa landsins (Bragi
Árnason 1976). Örvareru dregnar frá hverum inn til lands þvert á hæðarlínur, þar til komið
er á úrkomusvæði, sem hefur svipað tvivetni og mælist i hveravatninu. Hæðarlínurnar á
kortinu sýna meðallandhæð. Hún er fundin þannig, að öllu landinu er skipt í reiti, 520 km-
að stærð, og meðallandhæð hvers reits reiknuð. Meðalhæðin er sett í miðjan reitinn og
dregnar jafnhæðarlínur um þessa punkta. Grunnvatnsborð er yfirleitt skammt undir yfir-
borði jarðar og því má vænta þess, að jafnhæðarlínurnar á kortinu sýni í grófum dráttum
hæð grunnvatns á landinu og þrýsting vatns undir hverjum stað. V’atnið leitar undan
þrýstingi og streymir þvert á hæðarlínurnar í átt til strandar. — The recharge areas and the
general pattern of flow of thermal groundwater systems in Iceland. The general pattern of flow is shown by
arrows joining the thermal area and the respective recharge area as proposed from deuterium measurements.
The isolines shown are average topographic heights in melres, based on rectangular areas of520 km- (Bragi
Árnason 1976).
jarðar. Þaðan er samfellt vatn niður á
nokkurra kílómetra dýpi, þar til berg-
lagaþungi og hár hiti verða til þess, að
öll holrými lokast og bergið verður
vatnsþétt. Þetta vatn köllum við
grunnvatn og yfirborð þess í berginu
grunnvatnsborð. Þrýstingur í kyrrstæðu
grunnvatni vex með dýpt undir grunn-
vatnsborði. Um hann gildir jafnan
p = pgh-10-3+pa
þar sem
p er vatnsþrýstingur rciknaður í eining-
unni bar (sbr. millibar i veðurfregn-
um. 1 bar = 10-r’ N/m2),
per eðlismassi vatnsins (kg/m3),
g er þyngdarhröðunin (9,81 m/sL>),
h er dýpt vatnsins mæld frá grunn-
vatnsborði (m),
pa er þrýstingur í andrúmslofti (að jafn-
aði 1,013 bar).
Þessi jafna gerir ráð fyrir, að eðlis-
massinn breytist ekki með dýpi. Það er
272