Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 133
3. mynd. Breyting á seigju vatns v og lektarstuðli bergs K með hita ( v 5„c= 1,5-10-6m2/s),
— Variation of kinematic viscosity of water and coefficient of permeability of rock with temperalure.
ef vatnið er kyrrt. Sé vatnið hins vegar á
ferð í berginu, flytur það með sér varma
og getur truflað þann hita, sem mælast
ætti vegna varmaleiðninnar einnar.
Varmaleiðni bergs breytist ekki veru-
lega frá einum stað til annars, og því er
það fyrst og fremst hitastigullinn
dT/dz = (T,—T2)/L sem er vísbending
um breytileik varmastraums. Meðal-
gildi varmastraums að yfirborði jarðar
er qh=6,510-2 W/m2 eða 65 mW/m2 og
samsvarandi hitastigull 25 — 35°C/km
eftir þvi gildi, sem við áætlum fyrir varma-
leiðni. Hér á iandi er hitastigull mjög
breytilegur og víða ekki marktækur
vegna truflana frá rennandi vatni. Bestu
mælingar sýna gildi á bilinu
40—165°C/km (Guðmundur Pálma-
son og Kristján Sæmundsson 1979, 1.
mynd). Þetta svarar til varmastraums
qh=68—281 mW/m2, ef við notum
meðalvarmaleiðni X =1,7 W/m°C.
Varmastraumurinn er samkvæmt þessu
sums staðar í fjórföldu meðallagi og
gæti verið enn hærri undir gosbeltun-
um, þar sem erfitt er að ná áreiðanleg-
um hitastigulsmælingum vegna trufl-
ana frá rennandi vatni.
Ahrif hita á grunnvatnsþrýsting
Vatn þenst út, þegar það hitnar, og
þar með minnkar eðlismassi þess P
(kg/m3). Ef vatnssúla fer hitnandi með
dýpi, verður þrýstingur i henni lægri en
á sama dýpi í kaldri súlu. Þetta sést vel á
4. mynd, þar sem sýndur er þrýstingur i
súlu með5°C vatni og súlum, sem hitna
um 60, 120 eða 180°C/km með vaxandi
dýpi. Einnig er sýndur þrýstingur í
vatnssúlu, sem er á suðumarki á hverju
dýpi. Sá ferill er nánar skýrður í kafla
um uppstreymi og suðumarksferil. Eitt
bar í þrýstingi jafngildir 10 m súlu af
275