Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 138
vatnsins v = Q/A þ. e. rennsli á flatar-
einingu. Ef þversniðsflöturinn er berg,
er hann að mestu lokaður. Rennslið fer
aðeins um götin, sem holrými og glufur
mynda. Hlutur þeirra í rúmmáli bergs
er kallaður poruhluti p. Af þversniðs-
fletinum A er aðeins hlutinn pA opinn
og þessa skerðingu flatarins verður að
bæta upp með auknum hraða vatnsins,
ef sama rennsli á að nást og í opinni
pipu. Hraði vatnsins í berginu verður
því V = Q/pA. Hraðinn fer minnkandi
með vaxandi fjarlægð frá landmiðju,
þar sem rennslið dreifist á stærri flöt
2xrd. Hraðinn verður
v_ dr _ Q
dt p2jtrd
og tíminn, sem vatnið er að fara frá
ro til r n pd
Hér er vandinn að meta p og d. Mið-
kjarni hrauna hefur poruhluta p = 0,04
en efst og neðst getur poruhlutinn verið
mun hærri, p = 0,2—0,3 (Ingvar Birgir
Friðleifsson 1975). Ef við metum milli-
lögin sem 10% af staflanum verður
meðalporuhluti p = 0,06. Þykkt láréttra
vatnsgengra laga er óviss en með hlið-
sjón af reynslu í Reykjavík og á Reykj-
um (Þorsteinn Thorsteinsson 1975)
ættu d = 100 m í efstu 2 km ekki að vera
fjarri lagi. Með þessum tölum fáum við
rennslistimann t = 3200 ár, um tíu sinn-
um lægri aldur en fyrra mat Trausta
Einarssonar.
Enda þótt við höfum einfaldað margt
i þessum reikningum er ljóst, að úrkoma
á hálendið og almennur varmastraumur
standa ríflega undir rennsli vatnsins
Að okkar mati er heildarrennslið um
2100 1/s og flytur um 880 MW varma.
Aldur þessa vatns ætti að vera um 3000
ár. Flóknari reikningar gæfu nákvæm-
ari niðurstöður, en ekki er líklegt, að þær
víki meira en margfeldi af tveimur frá
þessum tölum. Þá er átt við heildar-
drætti streymisins, en einstakir straum-
ar skera sig að sjálfsögðu úr þeirri
heildarmynd á ýmsa vegu. Kenningin
um uppruna lághitans virðist sem sé í
ágætu samræmi við það, sem vitað er
um grunnvatnsfræði og varmaflutning.
UPPSTREYMI VATNS UM
GANGA OG SPRUNGUR
Frá sjónarhóli grunnvatnsfræði eru
hverir og laugar leki úr almenna
straumkerfinu vegna smiðagalla í berg-
staflanum. Fyndi vatnið ekki þessar
smugur út úr kerfinu, mundi |)að að
mestu streyma út á landgrunn án þess
að koma til yfirborðs. Undir láglendi
hefur heita vatnið frá hálendinu að
jafnaði nokkurn yfirþrýsting miðað við
annað vatn, sem þar er fyrir í bergi.
Heita vatnið er því fundvíst á lekar rásir
og smýgur vegna minni seigju um fínni
rifur en kalt vatn. Algengustu upp-
streymisrásir eru gangar og misgengis-
sprungur. Gunnar Böðvarsson lýsti
uppstreymi um ganga vel í grein sinni
1951, en þaðan er 5. mynd tekin. Við
rekjum hér helstu atriði í reikningum
Gunnars. Heitt vatn kemur eftir leku,
láréttu berglagi og leitar upp eftir gangi
til yfirborðs. Náttúrulegt rennsli lauga
fyrir borun er uv(kg/s). Borhola sker
ganginn og nær til sín rennsli u, en
rennsli lauga minnkar í u,. Ur lárétta
laginu streymir rennslið uQ inn í ganginn
með þrýstingi pQ. Til einföldunar reikn-
um við nú með þrýstingi umfram
þrýsting andrúmslofts sem er pa. Á leið
upp ganginn lækkar þrýstingurinn
280