Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 139
\[ {/ Laugar
5. mynd. Vinnsla heits vatns úr gangi (frá Gunnari Böðvarssyni 1951, lítið breytt). —
Production of hot water from a dyke (Gunnar Böðvarsson 1951, slightly altered).
vegna straumviönáms og er orðinn p,
móts við botn borholunnar. Við rennsli
inn í holuna fellur hann enn og verður p
á botni hennar. Streymið hlítir Darcy-
lögmáli. Til einföldunar skilgreinum við
þar sem A er þverskurðarflötur, d lengd
viðeigandi straumrásar og aðrar stærðir
kunnuglegar. Um rennslið gilda þá
jöfnurnar
Uo=S„(p0-p,) = u + u,
Ui = S,p,
u = S(þ,—p)
Við höfum mestan áhuga á því rennsli
u, sem kemur upp urn borholuna. Til
þess að auka vatnsvinnsluna borum við
fleiri holur í ganginn. Holurnar hafa
þau áhrif að S vex, p og p, lækka, inn-
rennsli í ganginn u0 vex og nokkuð
dregur úr rennsli lauga u,. Af fyrstu
jöfnunni sjáum við, að du0=-S0dp,. Ef
rennsli er greitt upp ganginn, S0 stórt,
veldur lítil lækkun á p, verulegri aukn-
ingu í u0 og þar með u. Sé rennsli upp
ganginn hins vegar tregt, veldur lækkun
á p, lítilli aukningu í u0. Aukið rennsli
inn í holur u er þá helst á kostnað laug-
anna. Mest sjálfrennandi vatnsmagn
fæst úr holum, ef okkur tekst að gera
p — p, — O, þ. e. vatnið sem kemur inn í
holurnar nær rétt yfirborði, en hefur
engan yfirþrýsting. Þá þorna laugarnar
(u, = 0) og rennsli úr holum verður
u0=S0p0. Enn er það rennslisstuðull í
ganginum neðan holanna sem ræður
magninu. Fróðlegt er að bera saman
281