Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 141
stöðugs innstreymis verður kerfið að
hafa afrennsli, annað hvort til yfirborðs
eða eftir lekum berglögum með al-
mennum grunnvatnsstraumi.
Hræring vatnsins jafnar hita innan
hringrásarkerfisins. Vatnið tekur til sín
varma neðst í kerfinu og flytur hann
upp í efstu berglögin. Einkenni þessara
hringrásarkerfa er því næsta jafn hiti
niður á töluvert dýpi. Ofan til er hiti
hærri en hann ætti að vera samkvæmt
almennum hitastigli nágrennisins en
neðan til er hitinn lægri en hann ætti að
vera. Það er þetta einkenni sem einkum
skilur á milli einfalds uppstreymis og
hræringar kerfis. Einfalt uppstreymi
getur skýrt stöðugan hita niður að javí
dýpi, sem samsvarar hitanum sam-
kvæmt almennum hitastigli en ekki jaar
fyrir neðan. Hræringarkerfi eru að
mörgu leyti hentugri til vatnsvinnslu en
uppstreymiskerfi, og jjví er ekki að
undra, að bestu vinnslusvæðin svo sem
Reykir í Mosfellssveit, Laugarnes í
Reykjavík og Laugaland í Eyjafirði eru i
þeim flokki. Á Reykjum og í Laugarnesi
ætti hitastigull að vera ríflega
100°C/km. Á Reykjum sýna boranir
hins vegar 80—90°C hita niður á 2000
m og í Reykjavík er hiti 140—150°C
niður á 3000 m. I Eyjafirði er almennur
hitastigull um 60°C/km. Hæsti hiti
vatns úr borholu á Laugalandi er 96°C,
sem búast mætti við að kæmi af 1600 m
dýpi. Hitamælingar sýna hins vegar
vatns’æðar með hita á bilinu 75— 100°C
allt niður á 2500 n' (Axel Björnsson
1980, í þessu hefti).
FRUMATRIÐI UM EÐLI
HÁHITAKERFA
Háhiti og þrýstingur gufu
Frá sjónarhóli grunnvatnsfræði er lít-
6. mynd. Samband þrýstings og hitastigs
mettaðrar gufu. — Pressure and temþerature of
saturated sleam.
ill eðlismunur á lághita og háhita, með-
an vatnið nær ekki að sjóða í berginu.
Háhitavatnið fer um heitara berg, naér
hærri hita og meiru af uppleystum efn-
um, en er þó eðlisléttara en lághitavatn
vegna hitaþenslu.
Við þekkjum vel úr daglegu lífi, að
vatn sýður við 100°C, og köllum þann
hita suðumark vatns. Hátt til fjalla sýð-
ur vatn hins vegar við lægri hita. Ef við
athugum jjetta nánar, komumst við að
j}ví, að það er ekki aðeins hitinn, sem
ræður |)ví, hvort suða kemst á, heldur
einnig þrýstingur umhverfisins, sem
verkar á vatnið. Vatn hefur við sérhvern
hita vissa tilhneigingu til að skipta um
ham og verða að gufu. Þessi tilhneiging
verður sterkari með hærri hita. Beita
þarf jorýstingi, ef varna á gufumyndun.
6. mynd sýnir jarýsting mettaðrar gufu í
hreinu vatni. Ef þrýstingur í vatni er
283