Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 145
9. mynd. Varmaorka (Enthalpy) gufu og vatns sem fall af hitastigi. Neðri hluti heildregna
ferlisins frá 100°C hita að krítiskum punkti við 374,15°C hita sýnir varmaorku mettaðs vatns
(S = 0), þ. e. vatns á suðumarki. Efri hlutinn sýnir varmaorku mettaðrar gufu. Slitnir ferlar
sýna rúmmálshlut gufu á því svæði, sem gufa og vatn eru saman i holrými. Vatn er ríkjandi
meðan S er lítið en með vaxandi S verður gufan ríkjandi. — Enthalpy of steam and water as a
function of temperature. Lower part of the solid curve indicates enlhalpy of saturated water. The upper part
of that curve represents enthalpy of saluraled steam. S is the volume fraclion of steam in pores where steam
and water are coexisting. Water dominates at low S-values but sleam at higher values of S.
getur jafnvel átt lil að streyma niður á
móti gufunni að þeim stað, þar sem
suðan er örust. Gufan berst upp í kald-
ara umhverfi. Meðan hiti er enn yfir
235°C þarf hún þó meiri orku til að
þrífast en áður. Hluti hennar verður því
að fórna uppgufunarvarma sínum og
þéttast til þess að gufan, sem eftir lifir,
geti aukið varmaorku sína. Gufubólur,
sem myndast við þessi skilyrði fara
þverrandi eftir því sem ofar dregur. Það
er fyrst jsegar komið er í 235°C suðu-
hita, að dæmið fer að snúast við. Gufan,
sem upp stígur, er þá orkuríkari en þörf
er á við lægri hita. Varminn, sem um-
fram er, veldur aukinni uppgufun. Ef
þétt berglög hindra uppstreymi guf-
unnar, getur hún safnast fyrir undir
þeim. Neðan við 31 bars jafnþrýstiflöt-
inn á gufan þó erfitt með að mynda
gufulag vegna ónógs aðstreymis orku.
Ofan við 31 bars flötinn gengur það
287